Ægir - 01.01.1999, Side 5
Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags Islands:
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Stj órnmálamenn
hafa verk að vinna
vótadómurinn, sem féll í
Hæstarétti í byrjun nóvem-
ber, og viðbrögð ríkisstjórn-
ar og Alþingis við honum
hafa verið helsta umræðu-
efni manna á meðal undanfarnar vik-
ur. Afleiðingar dómsins eru ófyrirsjá-
anlegar en víst er að málaferli af marg-
víslegu tagi munu koma í kjölfarið.
Margir hafa tjáð sig um málið og fleiri
orð munu komast á prent áður en yfir
lýkur. í öllu þessu umróti verða menn
þó að hafa í huga að íslenskur sjávar-
útvegur er ekki aðeins ein
leið til þess að dunda sér
við til þess að láta tímann
líða. íslenskur sjávarút-
vegur er umfram allt sá
grunnur sem velsæld
þjóðarinnar byggir á.
Hann er einnig undir-
staða byggðar víða um
landið. Hann er atvinna
fjölmargra einstaklinga
og sér enn fleiri einstak-
lingum farborða. Mikil-
vægi sjávarútvegsins fyrir
íslenskt samfélag - og
þess að vel takist til á
vettvangi hans - er óum-
deilt og verður varla lýst of sterklega.
Ákvarðanir varðandi rekstur og fjár-
festingar þarf að taka með tilliti til
mats á því hvernig rekstarumhverfið
verður að tilteknum tíma liðnum.
Sjávarútvegurinn býr við mikla óvissu,
sem ekki verður ráðið við. Þannig er
aldrei á vísan að róa með hvernig afla-
brögð verða. Markaðir sjávarafurða eru
háðir sveiflum, sem sumar er ófyrirsjá-
anlegar, og verð ýmissa innfluttra og
innlendra rekstraraðfanga getur breyst
á stuttum tíma. Sjávarútvegurinn býr
því við næga óvissu þótt ekki bætist
við óvissa um hvernig fiskveiðistjórn-
uninni skuli háttað. Það er afar brýnt
að óvissu um þau rekstrarskilryrði,
sem er á færi yfirvalda og löggjafans
að ákveða, verði eytt. íslenskur sjávar-
útvegur verður að geta treyst á að for-
sendur, sem rekstrarákvarðanir eru
byggðar á, breytist ekki vegna van-
hugsaðra aðgerða stjórnmálamanna
eða embættismanna, sem telja sig vera
að fylgja fjöldanum hverju sinni.
Umræður um fiskveiðstjórnunina
undanfarin ár hafa öðru fremur ein-
kennst af deilum um hvernig skipta
skuli þeim hagnaði, sem menn sjá fyr-
ir sér að geti myndast í sjávarútvegin-
um. Þótt ekki sé tekin afstaða til
þeirra deilumála er vert að benda á að
það ætti að vera sameiginlegt mark-
mið allra, hvort sem þeir starfa innan
eða utan sjávarútvegsins, að sem mest
fé verði til skiptanna. Það ætti því að
vera sameiginlegt markmið allra að
sjá til þess að íslenskur sjávarútvegur
geti búið við jafn stöðugt rekstrarum-
hverfi og er í okkar valdi að tryggja. Á
þann hátt getur hann best
rækt sitt hlutverk sem und-
irstaða velsældar og vel-
megunar á íslandi um
ókomna framtíð.
Kvótadómurinn hefur sett
málefni sjávarútvegsins í
talsverða óvissu. Það er
verk stjórnmálamanna að
eyða þeirri óvissu og þeir
hafa verk að vinna. Ríkis-
stjórnin hefur lagt fram
sínar tillögur og fengið þær
samþykktar á Alþingi. Ým-
islegt eigum við eftir að
upplifa á næstunni á þess-
um vettvangi. En það er ástæða til að
ítreka enn frekar að íslendingar allir
eiga mikið undir því komið að íslensk-
um sjávarútvegi verði áfram tryggð
góð rekstrarskilyrði. Allt annað er tap
fyrir alla.
AGIR 5