Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 12
Verksmiðja Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Benedikt Sveinsson,
fyrrverandi forstjóri ÍS, heldur nú um stjómartauma í verksmiðjunni og hefur rekstur
hennar farið mjög batnandi á allra síðustu mánuðum.
sem leiddi til mikils taps," segir Her-
mann. Hann bendir á a& nú sé komið
nýtt ár og nýtt samningstímabil og
komið á eðlilegt samræmi milli hrá-
efnis- og afurðaverðs.
„Við erum líka búnir að taka á af-
kastamálunum, birgðavandanum,
stjórnunarvanda og öðrum þáttum
þannig að öll skilyrðin eru nú fyrir
hendi til að reksturinn vestra fari
mjög batnandi. Okkar væntingar
standa til að rekstur Iceland Seafood
komist í jafnvægi á árinu 1999. Á
þessari stundu sé ég ekki forsendur til
annars."
Veltan 33 milljarðar
á árinu 1998
Heildarvelta ÍS-samstæðunnar varð
um 33 milljarðar á síðasta ári og um
fjórðungur þeirrar veltu skapaðist hjá
Iceland Seafood Corporation í Banda-
ríkjunum. Rekstrarvandi þess fyrirtæk-
is kemur því fljótt fram í heildarrekstri
ÍS en að sama skapi verður bættur
rekstur vestra fljótur að skila sér inn í
afkomutölur ÍS. Og Hermann segir að
horfa verði til framtíðar þegar rætt er
um verksmiðju Iceland Seafood og
hafa í huga að þar sé um að ræða mjög
öflug og fullkomna sjávarréttaverk-
smiðju.
„Burtséð frá því að byrjunin í rekstri
verksmiðjunnar var alltof erfið þá er
engin spurning að framtíðarmöguleik-
ar verksmiðjunnar eru miklir."
Bjartsýnn, þrátt fyrir
erfiða byrjun hjá nýrri
verksmiðju Iceland
Seafood Corporation
Bakgrunnur ÍS
er og verður á íslandi
Hermanni er ofarlega í huga að bak-
grunnur ÍS hafi verið og verði í sjávar-
útveginum hér á landi.
„Við viljum að ÍS haldi áfram að
vera fyrirtæki sem stundar verslun
með fiskafurðir á heimsmarkaði og þar
af leiðandi stundum við viðskipti
mjög víða. Grunnur íslenskra sjávaraf-
urða er hins vegar hér heima á íslandi
þar sem við öflum okkar afurða og
veitum framleiðendum okkar þjón-
ustu. Við erum að selja um 70 þúsund
tonn af afurðum frá íslandi á hverju
ári og það hlýtur að vera veigamesta
undirstaða fyrirtækisins. í öðru lagi
erum við með verksmiðjurekstur í
Frakklandi og Bandaríkjunum og
hann er mikilvægur í því ljósi að hann
skapar ÍS víðtækan markaðsaðgang
með fjölbreyttar sjávarafurðir.
í þriðja lagi erum við síðan með öfl-
ugt sölukerfi og söluskrifstofur í Bret-
landi, Þýskalandi og á Spáni þar sem
lögð hefur verið áherslu á að ná innar
í markaðinn og selja vörur sem eru til-
búnar til neytandans. Lengst höfum
við komist í þessa átt í Bretlandi en
vörurnar fyrir þann markað eru til
dæmis framleiddar á Dalvík og í Hrís-
ey, og sömuleiðis í rækjuverksmiðjum
Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Básafells
á ísafirði. Þarna erum við að ná langt
inn í markaðinn með vörur sem eru
viðurkenndar af þekktum smásöluaðil-
um. Ég get ekki neitað því að mér
finnst þarna komið að einum allra
mikilvægasta þættinum í rekstri ís-
lenskra sjávarafurða í dag. Ég vildi
mjög gjarnan sjá vöxt í neytendavöru-
framleiðslu og -sölu vegna þeirrar
nálgunar sem þar er við neytandann,"
segir Hermann. Hann bætir við að
unnið sé að því að því að byggja upp
slík viðskiptasambönd á meginlandi
Evrópu - þar sé árangurinn enn sem
komið er ekki eins góður og í Bret-
landi.
Verksmiðja Gelmer í Frakklandi. ÍS og SH kepptu um þessa verksmiðju og hafði ÍS betur.
12