Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
brautinni. Að því leyti tel ég gott að
hafa verðugan keppinaut. Menn segja
almennt í viðskiptalífi á íslandi að
samkeppni sé mikilvæg og nauðsynleg.
Ég tel augljóst að jafnvel þótt ÍS og SH
hefðu sameinast í eitt öflugt sölufyrir-
tæki, þá hefði fljótt myndast sam-
keppni á móti því fyrirtæki. Við skul-
um ekki ímynda okkur eitt andartak að
mál hefðu þróast öðruvísi. Ég sé fyrir
mér að annað hvort hefðu þeir aðilar
sem nú eru í útflutningi eflst á móti
sameinuðu og stóru sölufyrirtæki SH
og ÍS eða að til hefði orðið nýtt sölu-
fyrirtæki, t.d. með hlutdeild einhverra
framleiðenda úr röðum ÍS og SH.
Auðvitað væru ekki allir framleið-
endur ÍS og SH ánægðir með samruna
sölufyrirtækjanna og persónulega er ég
ekki sannfærður um að rökrétt sé að
sameina þau. Þau geta samt sem áður
átt samvinnu á ákveðnum sviðum og
ég sé enga ástæðu til að hafa sérstaka
gjá á milli fyrirtækjanna. Slíkt er ein-
faldlega óskynsamlegt vegna þess að
upp geta komið verkefni sem hag-
kvæmast væri fyrir bæði fyrirtækin að
vinna saman að. Af hverju skyldum
við ekki sjá í framtíðinni sameiginleg
verkefni ÍS og SH, rétt eins og við sjá-
um þau í fortíðinni? Um langt árabil
unnu sölusamtökin saman að Rúss-
landsviðskiptum og ég sé ekkert sem
mælir gegn því að einhver hliðstæð
verkefni geti komið upp."
Furðuleg skilaboð
frá hlutabréfamarkaðinum
Hermann segist sjá mikla þversögn í
þeim skilaboðum sem sölufyrirtækin
fái úr viðskiptalífinu hér á landi og frá
hlutabréfamarkaðinum: að á sama
tíma og lögð sé ofuráhersla á sam-
keppni á öllum svibum þá komi fram
kröfur um sameiningu sölusamtak-
anna í eitt stórt fyrirtæki.
„Já, mér finnst fólgin í þessu þver-
sögn og þrýstingurinn er fyrir hendi.
Ég hef hins vegar afar lítið álit á ís-
lenska hlutabréfamarkaðinum. í tengsl-
um við samstarfsviðræður ÍS og SH fyr-
Söluskrifstofa IS í Bretiandi. Góður árang-
ur hefur verið afsölu ÍS í Bretiandi síðustu
árin með neytendavöru sem fullunnin er
hér heima.
ir jólin komu fram ýmis ummæli frá
aöilum sem mér fannst benda til mik-
illar vanþekkingar. Sú mikla umræba
sem kom upp skapaði of mikinn óróa,
bæði hjá starfsfólki og einnig á mörk-
uðum erlendis og þar af leiðandi var
mjög mikilvægt ab fá skjótt niðurstööu
í málið."
Sameining ÍS og SH er
ekki inni í umrœðunni.
Umhverfi fyrirtækja
búið til við tölvuskjái
í verðbréfafyrirtækjunum
„Mér finnst oft að í verðbréfafyrirtækj-
unum sitji menn fyrir framan tölvurn-
ar sínar og búi til eitthvert umhverfi
sem ekki byggir á raunveruleikanum
og getur verið óheppilegt til framtíðar.
Spákaupmennskan er alltof mikil á ís-
lenska hlutabréfamarkaðinum og hún
byggir upp óeðlilegar væntingar þegar
einhverjum býður svo við að horfa.
Dæmi um þetta er einmitt íslenskar
sjávarafurðir hf. Fyrir rúmum tveimur
árum fór gengi á hlutabréfum í ÍS upp í
rúmlega 5 og allir hér innan veggja fyr-
irtækisins vissu að var langt umfram
eðlilegar væntingar. Þetta gengi skap-
aði hlutabréfamarkaðurinn án for-
sendna en við sjáum líka að gengi
bréfa í ÍS hefur fallið óeblilega mikið,
þrátt fyrir rekstrarlega erfiðleika.
Við sjáum líka skrýtna gengisþróun
í mörgum tilfellum hjá sjávarútvegsfyr-
irtækjunum. Að minu mati er hluta-
bréfamarkaðurinn að meta aðganginn
að auðlindinni óeðlilega hátt á sama
tíma og hann virðist ekki meta hátt að-
ganginn að markaði, eins og sölufyrir-
tækin hafa og eru sérhæfð í. Hvað höf-
um við að gera með fisk í sjónum ef
við höfum ekki góð fyrirtæki til að
koma fiskafurðunum í hæsta verð?
Markaður er nefnilega ekki síður auð-
lind en fiskurinn í sjónum og það
verður að meta. Hvort tveggja þarf að
vera til staðar. „
„Erum að ráða hæfan mann
í forstjórastólinn"
Eins og ábur segir þurfti að leita að
nýjum manni í forstjórastól IS eftir ab
ljóst var að Benedikt Sveinsson færi al-
farið yfir til dótturfyrirtækis ÍS í Banda-
ríkjunum. Á gamlársdag var gefin út
tilkynning um rábningu Finnboga
Jónssonar í starfið. Sú ráðning hefur að
vonum vakið mikla athygli. Engum
blandast hugur um ab Finnbogi hefur
náb glæsilegum árangri í uppbyggingu
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað en
hann er einnig stjórnarmaður í SH og
þekkir þar af leiðandi vel til sölumál-
anna. Tengslin við SH gaf þeim vanga-
veltum líka byr undir báða vængi að
ráðning Finnboga til ÍS væri merki um
nálgun sölufyrirtækjanna tveggja á
komandi misserum. Því neitar Her-
mann mjög ákveðið.
„Nei, við vorum að ráða hæfan
mann í starfið. Aðalatriðið var ab finna
mann sem við treystum til að takast á
við rekstur ÍS-samstæðunnar og skila
okkur árangri. Hvaðan hann kemur
skiptir okkur ekki máli. Ég vil í þessu
sambandi benda á að það er ekki nýtt
að gott fólk fari milli samkeppnisfyrir-
tækja. Slíkt hefur gerst í fjölmiðla-
heiminum og fyrir okkur hjá ÍS er nær-
ÆGffi 15