Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 34
til þess er hann fór á fiskveiðasýning- una í Björgvin árið 1865. Svo mikið er víst, að árið eftir Björgvinjarförina bundust þrír menn, Geir, Kristinn Magnússon í Engey og Jón Þórðarson í Hlíðarhúsum, samtökum og keyptu frá Danmörku skútu, sem Fanny hét. Hún var 131/2 lest að stærð, smíðuð árið 1861. í Skútuöldinni lýsir Gils upphafi útgerðarinnar með þessum orðum: „Snemma í júlímánuði kom Fanny til Reykjavíkur. Var hún síðan send út til veiða, menn hinn danska skipstjóra að leiðtoga, en íslenzka skipshöfn að öðru leyti. Báglega gengu aflabrögðin þetta fyrsta sumar, og mun enginn efi á því að eigendurnir urðu fyrir miklum von- brigðum. Skipstjóri mun hafa verið með öllu óvanur fiskveiðum, að minnsta kosti við ísland, og þekkti hér ekkert til miða. Þá höfðu hásetar aldrei á þilskipi veriö fyrri, og kunnu því ekki hin hagnýtustu vinnubrögð fyrsta kastið. Því var heldur ekki að leyna, að Danielsen skipstjóri á Fanny virðist hafa verið fremur lítill garpur, og leit- að skjótlega til hafnar þegar eitthvað kaldaði. Markús skólastjóri Bjarnason skýrir svo frá, í grein í blaðinu Dag- skrá, I. árgangi, að Danielsen hafi legið inni í bezta veöri, jafnvel vikum sam- an. Kemst Markús svo að orði: „Ég man vel eftir dagbók skipsins, sem ég ias nokkrum árum síðar; þar stóð skrifað á meðan skipið lá í höfninni: „Stille paa Havnen, Storm udenfor" (Logn í höfn- inni, hvasst úti fyrir.)" Næstu tvö sumur gekk útgerðin við- líka illa og breytti þá litlu þótt ráðinn hefði verið íslenskur skipstjóri sumarið 1868. Þegar vertíðinni lauk þá um haustið töldu eigendur Fannyar sig hafa tapað um tvö þúsund ríkisdölum á útgerð skipsins. Var það mikið fé á þeim tíma. Enginn þeirra þremenn- inganna var þó fús til að leggja árar í bát og allir virðast þeir hafa verið sam- dóma um, að eina ráðið sem dygði til að bæta ástandið væri að ráða nýjan, dugmikinn skipstjóra, sem hefði góða stjórn á skipverjum sínum, og honum til aðstoðar stýrimann, er vel kynni til verka við fiskveiðar og þekkti til veiðislóða við íslandsstrendur. Þetta gekk eftir. Vorið 1869 tók við skipstjórn á Fanny ungur Dani, H. L. Petersen, sonur „Gránu-Petersens", sem um sama leyti tók við skipstjórn á Gránu, skipi Gránufélagsins. Gengu þeir feðgar nánast samtímis í þjónustu íslendinga og reyndust hinir þörfustu menn. Stýrimaður á Fanny var ráðinn Sig- urður Símonarson, ættaður frá Dynj- andi í Arnarfirði. Samvinna þeirra Pet- ersens gekk sem best varð á kosið og nú tók útgerðin að ganga miklum mun betur. Hún skilaði lítilsháttar hagnaði sumarið 1869 og árið eftir varð hagnaðurinn verulegur. Hélst svo næstu árin þótt skipstjóraskipti yrðu á Fanny árið 1871, er L. Svendsen tók við af Petersen. í vertíðarlokin 1872 þótti Geir Zoéga og félögum hans sannað að reka mætti þilskipaútgerð frá Reykjavík „Þilskipaútgerðin hafði skjótt mikil margfeldisáhrif..." með árangri og þá um haustið tóku þeir að leggja drög að kaupum á nýju skipi. Það kom til landsins um vorið 1873, nýsmíðuð tvísigld skonnorta. Skipið, sem hlaut nafnið Reykjavíkin, var 27,38 lestir að stærð eða tvöfalt stærri en Fanny. Gerður þeir félagar skipin tvö út næstu árin, eða allt til 1878 er Fanny fórst í Englandshafi á leið heim frá Færeyjum. Þar hafði skipið legið til viðgerðar um veturinn en árið 1877 lenti það í miklum hrakningum á leið til Reykjavíkur frá Seyðisfirði og tók Sigurður Símonar- Geir Zo'éga, útgerðarmaður. Saga þilskipa- útgerðar í Reykjavtk er saga hans. son skipstjóri það loks til bragðs að hleypa undan veðri til Færeyja. í stað Fannyar keyptu Geir Zoéga og sam- eignarmenn hans nýtt skip, sem kom til Reykjavíkur haustið 1878. Það var keypt í Færeyjum, var skonnorta, rúm- lega 20 lestir að stærð og nefndist Gylfi. Næstu átta árin gerðu þeir Geir út skonnorturnar tvær, Reykjavíkina og Gylfa, en 1886 bættist þriðja skipið í flotann. Það var skonnorta, sem hlaut nafnið Geir. Með tilkomu þess var komið að þáttaskilum í sögu útgerðar- innar og er þá rétt að fella frásögnina af henni að sinni. En fyrirtæki þeirra Geirs Zoéga var ekki hið eina, sem fékkst við þilskipa- útgerð í Reykjavík á þessum árum. Góður árangur af útgerð Fannyar á ár- unum 1869 og 1870 varð öðrum hvatning til dáða. Þannig var t.d. um Waldemar Fischer kaupmann, sem áriö 1871 festi kaup á skútu, sem Dyreborg nefndist, og hóf útgerð hennar frá Reykjavík. Á næstu árum fjölgaöi þilskipum i bænum hægt og bítandi og á vertíðinni árið 1886 voru ellefu þilskip gerð út frá Reykjavík. Þá mátti tvímælalaust kalla Reykjavík 34 AGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.