Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1999, Qupperneq 21

Ægir - 01.01.1999, Qupperneq 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Þorskafliim er nú á uppleið og skiptir það miklu fyrir þjóðarhag. Ekki hvað síst er ástand þorskstofnsins mikilvœgt í Ijósi þess að stofnar eins og t.d. ýsa oggrálúða eru í lægð. ildir auknar í 250.000 tonn. Aflinn fyrstu ellefu mánuði ársins 1998 var 183.000 tonn og má áætla að hann verði 241.000 tonn á árinu öllu. Gangi það eftir er það 38.000 tonnum meiri afli en á fyrra ári, eða tæplega 20% aukning. Horfur með þorskstofninn eru að flestra áliti vænlegar. Karfastofnar virðast í jafnvægi Karfastofnar við ísland virðast vera í sæmilegu jafnvægi. Karfakvótinn fyrir yfirstandandi kvótaár er 110.000 tonn, óbreyttur frá kvótaárinu 1997/1998. Karfaveiðar eru stundaðar bæði innan landhelgi og utan og eru vaxandi vís- bendingar um að meira af hinum eig- inlega íslenska stofni veiðist utan land- helgi en áður var talið. Það er ákveðið áhyggjuefni. Útlit er fyrir að karfaafli ársins 1998 verði tæplega 113.000 tonn. Ýsa veldur vonbrigðum Ástand ýsustofnsins hefur valdib nokkrum vonbrigðum undanfarin ár. Þráfaldlega hefur komið fyrir að ekki hefur tekist að veiða úthlutaban kvóta. Kvótinn fyrir núverandi fiskveibiár er 35.000 tonn og er þab minnkun um 10.000 tonn eða 22% frá fyrra ári. Ýsu- aflinn á árinu 1998 stefnir í um 41.000 tonn. Sveiflur í ufsaafla Ufsaafli hefur sveiflast talsvert undan- farin ár og hafa aflaheimildir oft ekki veriö fullnýttar. Kvóti á yfirstandandi fiskveiðiári er 30.000 tonn, óbreyttur frá fyrra ári. Grálúðan komin í botn? Ýmis teikn eru á lofti um ab grálúðu- stofninn hafi náð botni og vænta megi aukningar á næstu árum. Grálúðuveið- ar hafa minnkað mjög mikið undan- farin ár. íslendingar deila þessum stofni meb Grænlendingum og hefur ekki náðst samkomulag um skynsam- lega nýtingu hans. íslendingar hafa engu að síður dregib verulega úr sókn í grálúðu og virðist sú fiskveiðistjórnun vera að skila sér. Kvótinn á grálúðu síð- ustu tvö fiskveiöiár hefur verið 10.000 tonn. Rœkjuaflinn hefur minnkað verulega og veldur það rekstrarerfiðleikum hjá verksmiðjunum. Samdráttur í rækju Rækjuveiði hefur valdið verulegum vonbrigbum. Rækjuafli jókst ár frá ári undanfarin ár og var sett nýtt íslands- met á hverju ári frá 1990 til 1996. Munar þar mest um aukningu á út- hafsveiði og veiðum á Flæmska hattin- um, en þær veiðar hófust ekki fyrr en 1994. Afli á djúpmiðum hefur dregist verulega saman og stefnir í aukinn samdrátt á næstunni. Aflaheimildir djúphafsrækju voru minnkaðar á milli kvótaára um 15 þúsund tonn eða 20% og stefnir allt í að um enn frekari sam- drátt verði að ræða síðar. Afli úthafs- rækju á árinu 1998 er um 54.000 tonn en innfjarðarrækju 7.000 tonn, á móti 83.000 tonna heildarafla rækju á fyrra ári. Vonir bundnar við norsk-íslenska síldarstofninn Síldveiðar við ísland byggjast annars vegar á íslensku sumargotssíldinni og veiðum úr norsk-íslenska síldarstofnin- um, sem á árum áður var meginhluti af síldarafla íslendinga. Miklar vonir hafa verib bundnar við vöxt norsk-ís- lenska stofnsins og þar með aukinn afla. Þær vonir hafa ekki gengið að fullu eftir en fullvíst má þó telja að sá stofn muni vaxa að mikilvægi í ís- lenskum sjávarútvegi. Kvóti íslendinga á norsk-íslenskri síld var 202.000 tonn almannaksáriö 1998 og stefnir veiöin í 198.000 tonn. Af íslensku sumargotssíldinni var kvóti fiskveiðiársins '98/99 70.000 tonn, sem er 30% samdráttur frá fyrra ári. Aflinn árið 1998 var um 78.000 tonn. ÍGIR 21

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.