Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 30
Sœvar Gunnarsson,
formaður Sjómannasambands íslands:
••
Oryggismál
sjómanna
nti einu sinni standa sjómenn
frammi fyrir frestun rábherra á
gildistöku reglugerðar um sjálfvirkan
sleppibiítiað björgunarbáta um borð í
fiskiskipum. Útgerðarmenn hafa í
nokkur ár getað treyst því eins og að
jólin kotna í desetnber, að ráðherra
samgöngumála fresti áðurnefndri
reglugerð um eitt ár.
Svo viröist sem í þessu sambandi sé
ekki til neitt styttra tímabil í huga ráð-
herra en eitt ár. Siglingastofnun ís-
lands hefur allt síðast liðið ár beitt sér
fyrir því að Iðntæknistofnun gerði
prófanir á þeim búnaði sem til greina
kemur, og að verkinu yrði hraðað
þannig að ekki þyrfti að koma til frest-
unar á reglugerð. Á fundi Siglingaráðs
þann 3. desember s.l. var eftirfarandi
bókað.
„Sjálfvirkur sleppibúnaður: Gerð var
grein fyrir stöðu mála, gert er ráð fyrir að
allt verði tilbúið á réttum tíma við gildis-
töku nýrrar reglugerðar."
Og hvað svo? Þann 10. desember
s.l. gaf ráöherra út nýja reglugerð, þar
sem gildistöku var frestað til 1. janúar
árið 2000. Þetta gerði ráðherra án sam-
ráðs við hagsmunaaðila, eða Siglinga-
ráð, og eitt ár skal frestunin vara, alveg
tgm — ■ k,. . 8 m?J m
.V
/
1
„Það vceri því mjög jákvæð tilbreyting hjá ráðherra að ógilda síðustu reglugerð um frestun á uppsetningu sleppibúnaðar," segir Sœvar
Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands.
30 ÆGIR
Þorgeir Baldursson