Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Heíldarafkoma í sj ávarútvegi verður að teljast góð - segir FriðrikMár Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar ~WJriðrik Már Baldursson, forstjóri Ji1 Þjóðhagsstofhunar, telur að í heild sitini œtti árið 1999 ekki að vera síðra fyrir íslenskan sjávarútveg en það síðasta. Greinin þurfi að mœta launahækkunum og öðrum kostnaðarhœkkunum á þessu ári, líkt og aðrar greinar atvinnulífsins. Spumingin sé fyrst og fremst hvernig fyrirtœkjunum gangi að mœta þeim með hagrœðingu og aðhaldi. Friðrik Már segir að afurðaverð hafi verið í hámarki um 1991 ogfinna tnegi dœtni um mjög hátt afurðaverð í ein- stökum greinum sjávarútvegsins nú um stundir en samt sé langt í frá að sjávarútvegurinn í heild búi við við- líka afurðaverð og var fyrir um átta árum síðan. „Afurbaverö er misjafnt eftir grein- um. Verö á mjöli og lýsi varö mjög hátt í kjölfar heitsjávarstraumsins El'Nino en hefur síöan gengiö til baka aö nokkru leyti. Hvaö afurðaverö snertir finnst mér einna lökustu horf- urnar í mjöli og lýsi," segir Friðrik Már og bætir við aö minni loðnuafli á síð- asta ári en væntingar stóðu til hafi haft áhrif á þjóðhagsspár. „Útkoman varð reyndar skárri en við bjuggumst viö á tímabili. Ársafli upp á 750 þúsund tonn af loðnu er vissulega lítið miðað við árið 1997 en menn ættu ekki ab miða sínar áætlanir og fjárfestingar við topp á borð við þann sem þá kom," segir Friörik en út- flutningsverömæti á mjöli og lýsi nam á síðasta ári um 16-17 milljörðum króna. Áætlað er að heildarverömæti útfluttra sjávarafurða hafi verið um 100 milljarðar á árinu 1998. „Almennt séð finnst mér horfurnar „Ólukka annarra þjóða skilar íslendingum háu verði á botnfiskafurðum," segir Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjððhagsstofimnar. að sumu leyti betri í botnfiskveiðum- og vinnslu en í loönu og rækju. Við erum að horfa fram á góðar aflahorfur í þorski en aðrar botnfisktegundir standa lakar. Þorskurinn mun vega upp tekjusamdráttinn vegna annarra teg- unda botnfisks og sem betur fer eru ágætar horfur á næstu árum í þorskin- um. Það tímabil væri skynsamlegt að nýta til að byggja upp aðra stofna," segir Friðrik Már um áhrifin af auknum þorskafla. „Hvað verðlagið á þorskafurðum áhrærir þá er markaðurinn okkur hag- stæður. Þar spilar ólukka annarra með okkur vegna þess að frambobið af öðr- um svæðum hefur minnkaö og hjálpar þar af leiðandi til vib ab halda verðlagi í toppi. Spurningin er sú hversu lengi ástand af þessu tagi varir, þ.e. hve lengi ------------------NGm 23

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.