Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 22
Hvort árið 1999 verður gott getur hœglega
ráðist af loðnunni kenjóttu. Spár gera þó
ráð fyrir svipaðri veiði á árinu og 1998.
Loðnuveiðin sveiflukennd
Veiðistofn loðnu byggist aðallega á
tveimur árgöngum og er því eðlilegt
að reikna með miklum sveiflum á
milli ára. Loðnuafli hefur verið mikill
undanfarin ár og eru miklar vonir
bundnar við góða veiði áfram. Loðnu-
veiði var á árinu 1998 um 751.000
tonn, sem er minnkun um 550.000
tonn frá fyrra ári, en þá var aflinn
rúmlega 1,3 milljónir tonna.
Hörpudisksveiðar í jafnvægi
Hörpudisksveiðar hafa verið í góðu
jafnvægi um langt skeið. Kvóti á
hörpudiski er nú 9.800 tonn og var
aukinn úr 9.300 tonnum frá fyrra fisk-
veiðiári.
Minnkandi humarkvóti
Humarveiðar hafa verið í lægð undan-
farin misseri og er svo enn. Humar-
kvóti nú er 1.200 tonn, hefur fariö
minnkandi síðustu árin.
Aðrir stofnar
Ýmsir aðrir nytjastofnar eru við ísland
og má fullvíst telja að þeim muni
fjölga á næstu árum. Má t.d. benda á
ígulker og beitukóng, sem tiltölulega
nýlega eru komnir í flokk nytjastofna
við ísland. Veiðar á báðum þeim stofn-
um eru þó í lægð sem stendur, einkan-
lega vegna efnahagskreppu í Asíu, en
þar eru helstu markaðslönd afurða úr
þessum stofnum.
Minni afli - meira-verðmæti
Heildarafli íslendinga 1998 stefnir í að
verða 1.720.000 tonn og er það eins
og áður segir töluverður samdráttur frá
fyrra ári, eða ríflega 22%. Afli af fjar-
lægum miðum hefur dregist nokkuð
saman, en minni heildarafli skýrist þó
fyrst og fremst af samdrætti í síld- og
loðnuveiðum.
Heildarverðmæti aflans hefur hins
vegar aukist nokkuð. Samanburður á
verðmæti afla fyrstu ellefu mánaða
þessa árs og þess síðasta bendir til þess
aö aukningin verði um 16% og skýrist
mest af hagstæðri verðþróun botn-
fisksafla.
Heildarverömæti útfluttra sjávaraf-
urða var um 99 milljarður króna á ár-
inu 1998 og jókst þar með um 6% á
milli ára.
Framtíðin
Flest bendir til að árið 1999 verði ís-
lenskum sjávarútvegi hagstætt. Líkur
eru á að afurðaverð mikilvægustu
nytjafiska verði tiltölulega hagstætt.
Markaðsástand er af ýmsum ástæð-
um hagstætt, þótt ávallt sé rétt að hafa
fyrirvara á slíkum spám. Miklu varðar
þó að síld- og loðnuveiðar gangi vel.
Reikna má með að rækjuveiðar
dragist saman, en rækja hefur undan-
farinn áratug verið næstverðmætasti
nytjastofn okkar miðað við útflutn-
ingsverðmæti afuröa.
Fiskifélag íslands óskar íslenskum
sjávarútvegi og landsmönnum öllum
gæfuríks árs.
ifr lÉMÍÍ
ÍÍEVÍGÍP
Greiðir tekjuskatt í
fyrsta skipti í áratugi
ísfélag Vestmannaeyja kunngerði
fyrir skömmu afkomu á síðasta
rekstrarári, sem lauk 1. september
sl. Hagnaður af reglulegri starfsemi
nam 67 milljónum króna og var það
viðsnúningur frá yfir 130 milljóna
króna tapi árið á undan. Hagstæð
gengisþróun og góð loðnuveiði skil-
uðu félaginu fyrst og fremst þessum
árangri en fjármagnskostnaður var
jákvæður um 32 milljónir króna.
Athyglisvert er að ísfélagið mun
nú greiða tekjuskatt í fyrsta sinn í
áratugi, rösklega 20 milljónir króna
fyrir síðasta rekstrarár.
Nýr framkvæmdastjóri
hjá Síldarvinnslunni
Finnbogi Jónsson, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar hf. í Nes-
kaupstað mun láta af störfum á
næstu vikum og taka við forstjóra-
stól íslenskra sjávarafurða hf. 1.
mars n.k. I stól Finnboga sest
Björgólfur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri nýsköpunar- og þró-
unarsviðs Samherja hf. Björgólfur
er ekki alls ókunnur rekstri stórfyr-
irtækja í sjávarútvegi því hann var
um árabil fjármáiastjóri Útgerðar-
félags Akureyringa hf. og um tíma
forstjóri fyrirtækisins. Björgólfur
tekur við Síldarvinnslunni hinn 1.
febrúar næstkomandi.
Humarkvóti hefur farið minnkandi á
undanfómum árum.
22 ÆGiIR