Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 35

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI skútubæ þótt enn ætti þilskipum þar eftir að fjölga að miklum mun. Fyrirkomulag útgerðarinnar Á bernskuskeiði þilskipaútgerðar í Reykjavík var hún rekin með líku sniði og tíðkaðist á Vestfjörðum. Skipin stunduðu jöfnum höndum hákarla- og þorskveiðar og var þá venjan sú að þau héldu til hákarlaveiða er voraði og voru við þær fram í júní. Þá var haldið til þorskveiða og verið að fram í lok ágúst eða byrjun september. Þá lauk út- haldinu og stóðu skipin á kambi eða lágu í höfn, uns aftur var tekið að búa þau til veiöa á útmánuðum. Á þessu fyrirkomulagi varð sú ein breyting það sem eftir lifði skútualdar, að er hákarla- lýsið féll í verði og hákarlaveiðar lögð- ust að mestu af á 8. áratug 19. aldar, fóru skipin til þorskveiða þegar í byrj- un vertíðar. Veiðislóðirnar voru tíðast fyrir Suð- ur- og Vesturlandi, en fyrir kom þó að leitað væri lengra. Þannig sóttu t.d. skip Geirs Zoéga allt austur á Seyðis- fjörð sumrin 1876 og 1877 og öfluðu þar vel, en þessi ár var afli tregur við Suðurland. Þilskipaútgerðin hafði skjótt mikil margfeldisáhrif og leikur ekki á tvennu, að hún átti mikinn þátt í vexti og viðgangi Reykjavíkur á þessum tíma. Þannig fjölgaði Reykvíkingum um u.þ.b. tvö þúsund og fjögur hund- ruð manns á árunum 1860-1890 og er vafalaust að rekja mátti þá fjölgun að verulegu leyti til aukinnar útgerðar. Á þessum tíma var nánast allur fisk- afli landsmanna verkaður í salt. Salt- fiskverkunin var mannfrek og skapaði mikla vinnu. Það ýtti undir fólksfjölg- un og vöxt þéttbýlis á útgerðarstöðun- um, sem aftur jók umsvif kaupmanna og þörf á ýmiss konar þjónustu. Þannig efldi þilskipaútgerðin vöxt bæj- arins og jafnframt skapaðist vinna fyrir sérhæfða menn, er unnu að viðhaldi á skipunum, smiði, seglasaumara o.fl. Allt bar þetta aö sama brunni og þegar þilskipaútgerðin tók nýjan vaxtarkipp á síðustu árum 19. aldar, óx bærinn með. Frá því segir í næstu grein. A liiMÉí íreyígur) Óli í Sandgerði kominn tilAkraness Óli í Sandgerði er heiti hins nýja nótaveiðiskips Haraldar Böðvars- sonar hf. sem kom til heimahafnar á dögunum. Sem kunnugt er keypti HB skipið í Noregi og er það rúm- lega 60 metra langt, búið kælitönk- um og knúið með 4700 hestafla vél. Undir lok ársins munu Akurnesing- ar aftur fagna skipi HB sem nú er í smíðum í Chile. Skipstjórar á Óla í Sandgerði eru Gunnlaugur Jónsson og Marteinn Einarsson. Sameining fískmarkaða? Heildarsala fiskmarkaða hér á landi á síðasta ári nam um 10 millj- örðum króna. Milli áranna 1997 og 1998 varð samdráttur í magni en aukning verðmæta og sú staðreynd segir nokkuð um þróun fiskmarkað- anna. Stjórnarformaður Reiknistofu fiskmarkaða hefur nú lýst yfir opin- berlega að hann vilji sjá sameiningu Reiknistofu fiskmarkaða og íslands- markaðar á þessu ári. Innréttingunum gerð skil í lok síðasta árs komu út tvö rit, sem vænta má að áhugamönnum um sögu útgerðar og sjósóknar þyki nokkur slægur í. Hið fyrra er bók Lýðs Björnssonar, sagnfræðings, um Innréttingarnar í Reykjavík. Hún nefnist „íslands hlutafélag“ og er ellefta bindi í ritröðinni Iðnsaga íslendinga. Meginefni bókarinnar er umfjöllun um tilraunir Skúla fógeta til viðreisnar atvinnuvega á íslandi, en merkur þáttur þeirra var útgerð þilskipa. Þau voru í upphafi tvö, en urðu fjögur áður en yfir lauk, og þótt útgerðin yrði að vísu endasleppt hlýtur hún að teljast til merkisviðburða í íslenskri útgerðarsögu. Skipin voru notuð jöfnum höndum til fiskveiða og vöruflutninga og sýndu, svo ekki varð um villst, að hægt var að gera út þilskip á íslandi. Að vísu er hæpið að telja útgerð þessara skipa marka upphaf skútualdar á íslandi eins og stundum er gert, en hún var óneitanlega undanfari hennar. Árabátaöldin á Miðnesi Síðari bókin nefnist „Við opið haf“ og er eftir Ásgeir Ásgeirsson sagnfræðing. Hún fjallar um byggð á Miðnesi á lokaskeiði árabátaaldar, nánar tiltekið á árunum 1886-1907. í bókinni segir gjörla frá síðustu árum áraskipaútgerðar í hinni fornu verstöð og aðdraganda vélbátaútgerðar í Sandgerði. Þá er hér einnig að finna fróðlega lýsingu á mannlífi í dæmigerðu sjávarplássi þar sem fiskurinn var nánast eina bjargræði fólks og allir áttu allt sitt undir því að vel áraði til sjávarins. Nýjar bækur um sjávarútveg AGffi 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.