Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1999, Page 16

Ægir - 01.01.1999, Page 16
Höfuðstödvar IS eru við Sigtún í Reykjavík. Þar á bce horfa menn bjartsýnir fram á árið 1999 og vaenta batnandi afkomu fyrirtœkisins. Segja má að vtsbendingar séu nú þegar á lofti um bata, eins og sjá má af fregnum um batnandi afkomu dótturfyrirtœkjanna í erlendis, t.d. 22% söluaukningu í Bretlandi. tækt að benda á að einn af okkar mönnum, Guðbrandur Sigurðsson, fór yfir til Útgerðarfélags Akureyringa, sem er einn af stærstu aðilum innan SH. í ráðningu Finnboga Jónssonar felast þar af leiðandi ekki önnur skila- boð en þau að við erum að horfa fram á veginn og ætlum að byggja ÍS upp og gera það enn öflugra. Vangaveltur um sameiningu ÍS og SH heyra for- tíðinni til." Hvalveiðiumræðan skaðleg Hermann segir uppbyggingu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins hjálplega hvað varðar markaðs- og sölumál. Al- mennt sé viðurkennt að kerfið stuðli að sjálfbærri nýtingu fiskistofnanna. Hermann lýsir aftur á móti áhyggjum sínum af umræðunni um hvalveiðar og hann bendir á aö hún geti skyggt á það kastljós sem íslendingar vilji fá á jákvæðar hliðar fiskveiðistjórnunar- kerfisins. „Það er sérstaklega óþægilegt að menn skuli tala um það á Alþingi ár eftir ár hvort eigi að hefja hvalveiðar eða ekki. Menn eru að slá úr og í og á meðan umræðan er svona ómarkviss þá hlýtur hún að hafa truflandi áhrif. Annað hvort á að hætta að tala um að 16 MÆ ------------------------------ veiða hval eða taka ákvörðun og hefja veiðar. Ég sé fyrir mér að í markaðs- starfi okkar muni hvalveiðar valda okkur miklum erfiðleikum, a.m.k. fyrst í stað. Ég geri mér á hinn bóginn grein fyrir að til að stuðla að jafnvægi fiskistofnanna þá þarf að takmarka vöxt hvalastofnanna. íslenskar sjávar- afurðir, sem sölufyrirtæki, hafa ekki tekið afstöðu til hvalveiða og ég á síð- ur von á að við gerum það." Þátttakendur í auknum ferskfiskútflutningi Útflutningur á ferskum fiski með flugi hefur aukist verulega á undanförnum árum og þar hefur ÍS komið að málum sem eignaraðili að fyrirtækinu Tros í Sandgerði, sem sérhæfir sig í útflutn- ingi á ferskfiski. Hermann segir þetta dæmi um útflutning þar sem stigið sé nær viðskiptavininum en áður. „Við erum aö þjóna mörkuðum og mæta eftirspurn. Við erum að þjóna hagsmunum okkar viöskiptamanna og þótt aukinn ferskfiskútflutningur skapi etv. samkeppni um hráefni hér heima getur það gerst hvort.sem viö erum þátttakendur eða ekki." - Hvað með saltfiskinn? Er útilokað að ÍS fari inn á þann markað? „Um langa tíma hefur fyrirkomu- lagið verið þannig að Sölumiðstöðin og Sjávarafurðadeild Sambandsins, sem síðar varð ÍS, voru frystihúsasam- tök. SÍF hefur séð um saltfiskinn og var áður með einkarétt á útflutning á saltfiski. Frystihúsasamtökin hafa ekki farið inn á saltfiskmarkaðinn þótt nú sé búið að gefa útflutning á saltfiski frjálsan. SÍF hefur fengið samkeppni víða að og staðið sig vel - en vitaskuld getur SÍF auðvitað alveg eins átt von á samkeppni frá okkur eins og hverjum öðrum. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér hvað það varðar." Eignaraðild að framleiðslu- fyrirtækjunum hætt Hjá IS er unnið að stefnumótun fyrir- tækisins, þar sem m.a. er gengið út frá að meginhlutverk fyrirtækisins sé að vera markaðs- og sölufyrirtæki fiskaf- urða á heimsvísu. Til samræmis við þessa stefnumótun seldi ÍS sinn hlut í tveimur fyrirtækjum fyrir skömmu og klippti þar með á beina eignaraðild að framleiðslufyrirtækjum. Annars vegar var um að ræða eignarhlut í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum og hins vegar meirihlutaeign í hlutabréfa- sjóðnum íshafi, sem á hluti í mörgum s j ávarútvegsfyrirtækjum. „Við þurftum að selja til að endur- skipuleggja fjárhag ÍS en auk þess er það hluti af framtíðarstefnu félagsins að fjárfesta ekki í framleiðslufyrirtækj- um heldur fremur í markaðsstarfi. Það eru nógir aðrir sem vilja sinna frum- framleiðslunni. Við þurfum að ein- beita okkur að því að uppfylla þær margvíslegu kröfur sem gerðar eru til sölufyrirtækja í nútíma viðskiptum. Áreiðanleiki í viðskiptum er mjög mik- ilvægur og ég held að íslenskar sjávar- afurðir geti státað af áreiðanleikanum í allri sinni sögu," segir Hermann Hansson, stjórnarformaður íslenskra sjávarafurða hf.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.