Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 8
Sjómannaalmanak Fiskifélags Islands:
Góðar viðtökur hjá
kaupendum og mikil sala
- segir Hildur Guðbrandsdóttir hjá Fiskifélagi Islands
jómannaalmanakið hefur verið
mjög góðar viðtökur og við höfum
basði fengið f/ölmarga nýja viðskipta-
vini og stœrri. Þá hefur verið töluverð
sala á bókunum til annarra landa,"
segir Hildur Guðbrandsdóttir hjá
Fiskifélagi íslands, en hún atinast
sölu Sjómannaalmanaksins.
Sú breyting var nú gerð á útgáfunni
að í stað einnar bókar er almanakið nú
í tveimur hlutum. Þetta segir Hildur
að hafi mjög greinilega fallið í góðan
jarðveg.
„Viðskiptavinir okkar hafa lýst mik-
illi ánægju með þessa uppsetningu á
almanakinu og allt útlit bókanna. í
stað þess að vera með eina mjög þykka
bók eru þetta nú tvær aðgengilegar
bækur þægilegar til uppflettingar,"
segir Hiidur.
Sjómannaalmanak Fiskifélagsins er
selt hjá Máli og menningu og í bóka-
búðum víðsvegar um land. Því til við-
bótar eru bækurnar seldar hjá af-
greiðslu Fiskifélagsins og auðveldlega
hægt að panta þær þar í gegnum síma.
Fyrsta eintakið sem selt var hjá Fiskifé-
laginu fyrir jólin var til íslendings sem
búsettur er í Noregi. Sá keypti sjó-
mannalmanak fyrir 20 árum og hafði
notað það æ síðan en var nú feginn að
eignast nýtt og glæsilegt almanak með
ferskum upplýsingum og myndum af
skipum í íslenska skipaflotanum.
„Bækurnar hafa í raun farið til allra
heimsálfa og lengst til íslendings sem
búsettur er í Ástralíu. Nú síðast vorum
við að senda bækurnar til auglýsenda,
sem eru fleiri nú en nokkru sinni
fyrr," segir Hildur.
Fiskifélagið
í nýju húsnæði
Fiskifélagið flutti nú um áramótin
í nýtt húsnæði að Skipholti 17 í
Reykjavík, 3. hæð. Unnið hefur ver-
ið að því á fyrstu vikum ársins að
koma starfseminni fyrir í nýja hús-
næðinu. Símanúmerið er óbreytt,
551-0500, bréfasími 552 7969.
SJÓMANNAt
ALMANAKIÐo
Tryggðu gæðin, taktu
Brimrún ehf
FiSklftlAG iiUMDS
SJÓMANNAo
almanakið:
ÍSLENSK SKIPASKRÁ MEÐ MYNDUM
Altm iiARLfcm si
t isLtnBi t tjðmtmut sitvttumcinis
Ratsjá, dýptarmælir, GPS
og leiðariti sambyggt í einu tæki
s
s í
s t
Tryggðu gæðin, taktu F'tJWtJWiO
Brimrún ehf
HSklEELAG iiLANDS
Sjómannaalmanak Fiskifélags íslands var nú geflð út í tveimur bindum og Itefur sú
breyting mœlst mjög vel fyrir hjá notendum almanaksins.
8
ÆGIR