Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI ur ásamt Kelvin Huges radar, Seematz ískastara og tveimur gúmmíbjörgunar- bátum. Lestin Lestin er útbúin fyrir 38 fiskikör sem eru 660 lítar hvert. Færibandakerfi í lofti lestar sér um að skila aflanum til hvers kars fyrir sig. Þegar þetta er ritað er ekki búið að taka ákvörðun um hvort rörakælikerfi verði sett í lestina, en reiknað er með að fiskafli verði kældur með ísþykkni sem verður fram- leitt um borð og dælt í körin. ísþykkni- vélin og búnaður henni tengdur verð- ur settur niður í bátinn með vorinu. í lofti lestar er braut fyrir hlaupakött til að auðvelda löndun á fiskikörum. Lest- in er einangruð með steinull og klædd plasthúðuðum krossviði. Móttaka og aðgerðaraðstaða Móttökukar fyrir afla verður staðsett á löndunarlúgu sem er 150 x 120 cm. Þaðan fer fiskurinn til fjögurra aðgerð- arstöðva sem staðsettar verða framan við móttökukar. Frá blóðgunarkari fer aflinn með færibandi niður í lest að framanverðu um fiskilúgu. Sambyggt aðgerðarbúnaði er millikar fyrir annan afla sem ekki hefur forgang í lest. Vélbúnaður Aðalvél Stapavíkur er frá Cummins, gerð NTA 855, 6 strokka línubyggð fjórgengis vél með túrbínu og eftirkæli. Hún er 350 hestöfl (257 KW) við 1800 snúninga á mínútu og vatnskæld. Vél- in er ræst með 24 volta rafræsibúnaði Skrúfubúnaður tengist aðalvél um gír og kúplingu frá Mekanord af gerð- inni 337HS með gírhlutfallinu 4,55:1. Skrúfan er frá Hundested af gerðinni VP7HP/NKN, fjögurra blaða skipti- skrúfa sem snýst 395 sn/mín. Skrúfan er 1300 mm í þvermál og án skrúfu- hrings. Á skrúfugírnum eru tvö aflút- tök fyrir vökvadæiur með gírhlutfall- STAPAVÍK AK 132 £ SKIPASMIÐASTOÐIN HF. Suðurtangi 6 * Pósthólf 310 * 400 ísafjörður Sími 456 3899 • Fax 456 4471 Óskum útgerð og áhöfn inniletga til hamingju með nyja skipið. Við þökkum ánægjulegt samastarf og óskum ykkur veifarnaðar. ÆGÍR 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.