Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Markabur fyrir vöruna er í Evrópu, fyrst og fremst í Þýskalandi, en stærsti karfinn verður að vísu frystur fyrir Japansmarkab og aukfiskurinn unninn á annan hátt. Stærsti hluti aflans er karfi af þeirri stærð sem hentar vel fyrir flakavinnsluna," segir Sigurbjörn og aðspuröur segir hann reynsluna hjá Örfirisey ráða miklu um hvort stigin verða hlibstæð skref með önnur skip fyrirtækisins. „Við þurfum að sjá hvaða virðisauka er hægt ab ná út úr vinnslunni. Við höfum okkar áætlanir þar um og tím- inn verður að leiða í ljós hvort þær ganga eftir," segir Sigurbjörn. Áhættuminna að vinna fyrir fleiri markaði Sigurbjörn bendir á að kostnaðurinn við breytingarnar á Örfirisey sé ekki nema að hluta tilkominn vegna nýju vinnslunnar um borð. Til hafi staðið ab ráðast í reglulegt viðhald og gera ýmsar breytinga rá skipinu hvort eð var. Þá sé nýi lausfrystirinn einnig stór þáttur í kostnaðinum. „Okkur þótti mikil áhætta í því fólg- in að heilfrysta allan karfann fyrir Jap- ansmarkað. Við vildum þess vegna ná meiri virðisauka út úr smærri karfan- um og dreifa áhættunni milli markaða en við þekkjum vel til karfamarkaöa í heiminum. Við njótum þess líka að í flestum löndum í kringum okkur hefur karfaaflinn dregist saman og þar af leiðandi er ekki offramboð á mörkuð- unum," segir Sigurbjörn. Frystiaðferðin þróuð fyrir hamborgara Nýi lausfrystirinn í Örfirisey er for- vitnilegur fyrir þær sakir ab hann var þróaður til að frysta t.d. hamborgara og önnur þunn matvæli. Sigurbjörn segir að miklir fjármunir hafi verið lagðir í lausfrysta hjá landvinnslufyrir- tækjunum en hann reiknar með að þegar fyrirtækin byrja ab endurnýja Orfirisey RE 4 Við óskum útgerð og óhöfn til hamingju með breytingarnar ó skipinu. Skipið er allt mólað með JOTUN skipamálningu JOTUN liE&UBUiy ehf - það segir sig sjálft - málning á skip og stálvirki Dalvegi 18 • 200 Kópavogi Stmi: 580 6000 • Fax 580 6001 mm 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.