Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 14
TFJ> oft sé talað um að upphaf JT kvótakerfis í sjávanítvegi megi rekja aftur til ársins 1984 þá varþað svo að fyrirþann tíma hafði verið far- in sú leið að skipta leyfilegum heild- arafla milli einstakra skipa. Þetta var til að ttiynda gert þegar síldveiðar hófust árið 1975 eftir hlé og tveimur árum áður hafði heildarafla verið skipt vegna humarveiða. Sama gilti um rœkjuveiðar í ísafjarðardjúpi og Húttaflóa árið 1974. En að sönnu hefur kvótakerfi aldrei komið við sögu með viðlíka hætti og frá árinu 1984. Þá var ástandið þannig að skipin voru alltof mörg að slást um alltof lítinn og minnkandi afla. Sókn- Kvóta ferr armarkskerfi var ríkjandi í botnfisk- veiðunum árin á undan og reyndist ekki vera sú leið sem gaf mesta hag- kvæmni. Ekki voru allir sammála um hvernig bregðast ætti við en í árslok 1983 gerði Alþingi Iagabreytingu sem heimilaði sjávarútvegsráðherra að setja reglur um stjórn fiskveiða, sem og hann gerði í febrúar 1984. í reglugerð- inni voru botnfiskveiðar allra skipa yfir 10 tonnum bundnar almennu veiði- leyfi og úthlutað aflamarki á grund- velli veiðireynslu á tímabilinu 1. nóv- ember 1981 til 31. október 1983. Heil- araflamark var ákveðið fyrir þorsk, ýsu, ufsa, karfa, skarkola, grálúðu og stein- bít. Þar með var í grunninn komið á kvótakerfi en ýmis hliðarákvæði voru í reglugerðinni, s.s. um ný skip sem höfðu verið skemur á veiðum en sem nam viðmiðunartímabilinu. Skip yfir 10 tonnum gátu valið aflamarkskerfi i4 mm------------ og sumir flokkar sóknarmark en bátum undir 10 tonnum var frjálst að veiða. Veiðar fram úr ráðgjöf Á árabilinu 1976 til 1981 var veitt verulega umfram tillögur Hafrann- sóknastofnunar en árin 1982 og 1983 snerist þessi þróun við. Með kvótakerf- inu varð á ný sú þróun að farið var verulega fram úr ráðgjöf og sínu verst var árið 1985 þegar veidd voru um 120 þúsund tonn umfram ráðgjöf. Síðan þá hefur aflinn færst jafnt og þétt nær ráðgjöf, fór reyndar mjög nálægt henni árið 1991 og undanfarin þrjú fiskveiði- ár hefur aflinn verið um 10 þúsund tonnum umfram ráðgjöf. Ef horft er á lengra tímabil, þ.e. árin 1976 til 1998 þá lagði Hafró að meðal- tali til að þorskafli yrði 256 þúsund tonn á ári en raunverulegur afli varð 311 þúsund tonn. Þetta þýðir að afli umfram ráðgjöf hafi að meðaltali verið 21% á ári. í núverandi horf árið 1991 En aftur til upphafsára kvótakerfisins. Strax í árslok 1984 var gerð lagabreyt- ing sem í grundvallaratriðum sneri að því að gefa öllum skipum tækifæri til að velja sóknarmark. Sett var m.a. þorskaflahámark á bæði aflamarks- og sóknarmarksskip. Á þeim árum sem í hönd fóru voru nánast gerðar árlega breytingar á lög- um um stjórn fiskveiða í þeim tilgangi að sníða vankanta af kerfinu og reyna að koma í veg fyrir að aflinn færi veru- lega fram úr úthlutun og ráðgjöf. í jan- úar 1988 var í fyrsta skipti reynt að bregðast við vaxandi veiðum smábáta. Veigamesta breytingin varð árið 1990

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.