Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 20
hefur þó komið fram með útfærðar til- lögur. „Þetta kemur illa við fyrirtæki sem starfa í kerfinu í dag og ætla sér að starfa í sjávarútvegi til framtíðar," segir Kári Arnór. Getum hagrætt mun meira Stjórnarformaður Samherja segir að enn sé hagræðingarferlið í sjávarútvegi hér á landi skammt á veg komið. Stað- reyndin sé sú að alltof margir aðilar stunda útgerð á íslandi og þar af leið- andi sé greinin ekki eins arðbær og annars væri. „Við skulum í þessu sambandi hafa í huga að hagnaður af sjávarútvegi á ís- landi var aðeins 0,1% af veltu árið 1997. Þetta er lélegasta afkoma allra at- vinnugreina á íslandi og hún segir okkur að við verðum að ná miklu iengra í hagræðingarátt," segir Kári Arnór. „í löndunum í kringum okkur eru að verða gríðarlegar breytingar, sérstak- lega í Evrópusambandinu. Stjórnvöld þar eru að taka upp kerfi sem um margt svipar til okkar. Kvótakerfi hefur verið tekið upp og verið er að festa all- ar veiðiheimildir við útgerðarfyrirtæk- in. Hægt er orðið að selja þær og veð- setja og sumstaðar fæst skattfrestun út á að kaupa veiðiheimildir. Af hverju skyldi þróunin vera í þessa átt í Evr- ópusambandslöndunum? Jú, vegna þess að kerfi af þessu tagi eykur hag- kvæmnina í greininni. Fyrirtækin í greininni fara að skila hagnaði. Mark- miðið er að losa greinina úr viðjum styrkja og gera hana samkeppnishæfari atvinnugrein. Ég tel að styrkleiki okkar íslendinga liggi í því að við vorum á undan öðr- um að taka upp kvótakerfi. Við höfum því forskot en Evrópusambandslöndin gætu orðið mjög fljót að ná okkur. Við íslendingar lítum stundum á okkur sem risa í sjávarútvegi en í raun erum við afar litlir, til að mynda í saman- burði við sjávarútveg Evrópusam- bandsins. Þannig er sjávarútvegur Breta einna um þrefalt stærri en okkar svo dæmi sé tekið. Samkeppnisaðsta fyrirtækjanna í Evrópusambandslönd- um er að batna hröðum skrefum og þar snýst umræðan um að gera sjávar- útveginn hagkvæmari. I sumum tilfell- um eru þeir komnir fram úr okkur. Á sama tíma og þetta er að gerast eyðum við okkar tíma í að ræða aukn- ar hömlur, sértæka skattlagningu eða algjöra uppstokkun á kerfinu. Mér finnst þetta áhyggjuefni. Við ættum að vera eyða tímanum í að ræða hvernig gera megi íslenskan sjávarútveg enn þá hagkvæmari. Við ættum að vera að búa hann undir þá harðnandi sam- keppni sem hans bíður. Ef íslenskur sjávarútvegur verður undir í þeirri sam- keppni mun hann hvorki geta staðið undir bættum lífskjörum í landinu eða skilað sköttum í okkar sameiginlegu sjóði svo nokkru nemi. Það er að mínu Evrópusambandslöndin að taka upp kerfi í líkingu við það íslenska. mati mikið áhyggjuefni ef umræðan er byrjuð að halda aftur af þróun í grein- inni," segir Kári Arnór. Barentshafssamningar eru engin gjöf fyrir útgerðarfyrirtækin Kári Arnór segir að við þurfum fleiri stórar og öflugar einingar í sjávarútvegi til að geta mætt kröfunni um þróun og sókn inn í framtíðina. Hann gagnrýnir þá uppstillingu í umræðunni að sífellt sé verið að einblína á skiptingu kvóta milli staða eftir því hvar skipin eru skráð. Hjá flestum fyrirtækjum séu öll íslandsmið undir. Menn veiði hér og þai við landið og landi á ólíkum stöð- um. í samantektum er t.d. kvóti Sam- herja allur skrifaður á Akureyri þrátt fyrir að fyrirtækið sé með starfsstöðvar á þremur öðrum stöðum á landinu, auk þess sem Samherji á viðskipti við mörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki. Kvótinn er þannig nýttur í mörgum byggðarlögum. „Til að mynda má benda á að ef Samherji kaupir loðnukvóta lendir hann ekki á Akureyri. Það er því alger- lega úrelt hugsun að einblína á kvóta- skiptingu milli staða eftir skráningar- stöðum skipanna," segir Kári Arnór. Hann telur janframt að vafasamt sé að setja hömlur á vöxt fyrirtækja í sjáv- arútvegi þegar slíkt er ekki aimenn regla í atvinnulífinu á íslandi. Þegar ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki sameinist fagni menn ekki þeim hagræðingar- möguleikum sem í því felist. Talað sé um að kvótinn sé að færast á æ færri hendur og koma þurfi í veg fyrir það. Þetta muni skaða þróunina í greininni þegar til lengri tíma er litið. „Viðbrögð vissra stjórnmálamanna við nýgerðum samningi um veiðar í Barentshafinu eru dæmigerð fyrir það plan sem umræðan er á hér á landi. Talað var um að nú væri verið að færa útgerðarmönnum milljarða upp í hendurnar með því að semja um veiði- heimildir íslendinga á svæðinu. Þetta er auðvitað fráleitur málflutningur. í fyrsta lagi þá hefðu íslendingar ekki fengið heimildir til að veiða eitt síli, nema vegna þess að íslenskar útgerðir sóttu á svæðið og sköpuðu sér veiði- reynslu þar. Sú sókn var áhættusöm og kostaði mikla peninga og ekki voru all- ar Smuguferðir farnar til fjár. í öðru lagi þá verður ekki áhættulaust að nýta þessar veiðiheimildir í framtíðinni, en við munum ekki halda þeim nema ein- hver treysti sér til að nýta þær. Og í þriðja lagi hljóða samningarnir upp á mun minni afla en menn hafa verið að taka á þessu svæði. Það er því verið að takmarka aðganginn að svæðinu, eins og alltaf gerist þegar settur er á kvóti. íslensku útgerðirnar búa með öðrum orðum við takmarkanir sem þær gerðu ekki áður. Þrátt fyrir þetta hefur því verið haldið fram að rétt sé að hundsa 20 MCm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.