Ægir - 01.04.1999, Qupperneq 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Hverjir eiga sjávarútvegrisana?
Hluthafa- fjöldi Stærsti hluthafi 3 stærstu 5 stærstu 10 stærstu Sveitar- félög Lífeyris- sjóðir Hluta-/ verðbr.sj Alm. hlutaf. Aðrir
ÚA hf. 1667 20% 50% 60% 71% 20% 8% 6% 47% 19%
Samherji hf. 3741 21% 62% 68% 76% 0% 8% 7% 2% 84%
Grandi hf. 1018 26% 46% 56% 68% 0% 13% 9% 26% 52%
Haraldur Böðvarsson 1157 10% 27% 40% 61% 0% 10% 7% 30% 50%
Þormóður rammi - Sæberg 561 19% 34% 43% 59% 0% 8% 10% 25% 57%
Fiskiðjan Skagfirðingur 187 58% 77% 90% 96% 10% 1% 4% 81% 4%
Vinnslustöðin 734 18% 38% 52% 66% 3% 12% 16% 32% 38%
Snæfell hf. 119 93% 96% 98% 100% 1% 0% 2% 96% 1%
Þorbjörn hf. 391 11% 34% 51% 71% 0% 4% 4% 6% 86%
Skagstrendingur hf. 438 24% 55% 68% 82% 24% 2% 8% 53% 14%
Meðaltal 1001 30% 52% 62% 75% 6% 7% 7% 39% 41%
eiga mest aflamark í öllum tegundum
innan lögsögu þá eru hluthafar í þeim
um 10.000 talsins samanlagt.
„Meðalhlutafjáreign félaga í eigu al-
mennings er um 45%. Stærsti einstaki
hluthafinn á um 58%, en það er í Fisk-
iðjunni Skagfirðingi. Sveitarfélög eiga
um 4% að meðaltali, lífeyrissjóðir um
9%, hluta- og verðbréfasjóðir um 6%,
kaupfélög um 7% og almenningshluta-
félög á VÞÍ um 19%. Heildarverðmæti
hlutafjár fyrirtækjanna, en 9 af 10 eru
skráð á hlutabréfamarkaði, er rúmir 50
milljarðar króna. Fyrirtækin hafa þó
mismikið verðmæti hvert um sig, en
tölurnar hér miðast við árslok 1998.
Almenningshlutafélög eiga um 9,5
milljarða í þessum fyrirtækjum, lífeyr-
issjóðir um 5 milljarða, hluta- og verð-
bréfasjóðir um 3,5 milljarða króna,
sveitarfélög rúma 1,5 milljarða og
kaupfélög rúman milljarð króna. Með-
al hlutur smærri hluthafa er um hálf
milljón króna en allra hluthafa um 2
milljónir króna," segir í skýrslunni.
Hinir stóru
hafa orðið enn stærri
Minnt er á í skýrslunni að sameiningar
fyrirtækja hafi sett svip sinn á þróun-
ina í sjávarútvegi á undanförnum
árum. „Af þeim fyrirtækjum sem voru í
hópi 10 stærstu fyrirtækjanna 1991/'92
hafa bæði Miðnes hf. og Sæberg hf.
sameinast öðrum fyrirtækjum sem eru
í hópi 10 stærstu árið 1998/'99. Þá hafa
orðið miklar breytingar á verðmæta-
stuðlum (þorskígildi), sem skekkja
myndina og einnig nokkrar breytingar
á aflamarki einstakra tegunda.
Af ofangreindu er ljóst að ekki er
sama hvaða tölur eru notaðar til að at-
huga hvort og þá hve mikil samþjöpp-
un hefur orðið á aflahlutdeildum.
Engu að síður er þo ljóst að einhver
samþjöppun hefur átt sér stað, bæði
með kaupum einstakra fyrirtækja á
kvóta annarra og með sameingu fyrir-
tækja."
Botnfiskaflamark 10 stærstu fyrirtækjanna,
sem hlutfall af úthlutuðu aflamarki
1998/99 1991/92
Útgerðarfélag Akureyringa 5,53% 4,02%
Samherji hf 5,48% 3,32%
Grandi hf 4,70% 4,34%
Haraldur Böðvarsson hf 4,27% 2,22%
Þormóður rammi-Sæberg hf 3,78%
Fiskiðjan Skagfirðingur hf 3,18% 1,47%
Vinnslustöðin hf 2,98% 2,48%
Snæfell hf 2,63%
Þorbjörn hf 2,55%
Skagstrendingur hf 2,04% 2,24%
Tíu stærstu á hvoru fiskveiðiári 37,15% 24,86%
AGIR 23