Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1999, Side 33

Ægir - 01.04.1999, Side 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Framleiðsla frá HB á Akranesi, eins og hún er kynnt kaupendum. Hér er pað sannarlega glœsileikinn sem er hrífandi. eftir smærri skömmtum og hentugri einingum. Áhugi eldra fólks á mikilli eða flókinni eldamennsku er einnig minni og vaxandi þörf mun verða fyrir það sem hægt er að kalla; máltíð fyrir einn. Sömuleiðis hafa orðið breytingar sem fylgja aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Víða í vestrænum löndum vinna um 70-80% kvenna milli tvítugs og fimmtugs vinna utan heimilis. Þetta leiðir aftur til vaxandi kaupmáttar og minni tími er notaður til eldunar en áður. Hærri tíðni skilnaða er einnig vel þekkt staðreynd úr lífi nútímamanns- ins. Víða enda yfir 50% giftinga með skilnaði. Þetta leiðir aftur til þess að mjög mörg heimili samanstanda af einum eða tveimur einstaklingum. Einnig eignast fólk færri börn en áður. Svo rammt kveður að þessari þróun að í sumum löndum er farið að gæta fólksfækkunar. Önnur merk breyting sem rétt er að nefna er samþétting byggða. Það er ekki eingöngu á íslandi sem fólk virð- ist flytja af dreifbýli í borg. Ein afleið- inga þessarar þróunar er sú að fólk þarf að eyða mun lengri tíma en áður í að ferðast til og frá vinnu. Ekki má gleyma heilsubyltingunni, þ.e. breyttu viðhorfi fólks til hollara mataræðis. Þar gætum við íslendingar átt öflugan bandamann í því verkefni að markaðssetja íslenskan fisk úr hreinum sjó. Það tengist síðan aftur auknum áhuga fólks á umhverfismál- um. Sýnt þykir að sá áhugi eigi síst eft- ir að dofna þegar fram líða stundir. Enda þótt þessi upptalning á öllum þeim félagslegu breytingum sem eru að verða sé hvergi nærri tæmandi ætti öll- um að verða Ijóst að þessar breytingar munu leiða til nýrra viðhorfa hjá neyt- endum í okkar helstu markaðslöndum. En hvernig geta íslenskir fiskfram- leiðendur komið til móts við þessar nýju þarfir og hverjar eru þessar nýju þarfir? Svarið er í einu orði þægindi, sem er bein þýðing á orðinu „conveni- ence" eins og það er kallað á enskri tungu. ÆGiIR 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.