Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 36
hækkar þá er kominn hár tollur á vör- una og við það verður samkeppnis- staðan lakari. Mjög brýnt að stjórnvöld skoði með hvaða hætti hægt er að semja við okkar viðskiptalönd í þessu samhengi. Sjávarútvegur er víða notaður sem tæki til að sporna við byggðaþróun og er í því augna- miði ríkisstyrktur. Slíkt veikir einnig okkar samkeppnisstöðu við aðrar þjóðir sem keppa að sama markmiði og við. Hvalveiðar og ímynd íslands Loks langar mig til að minnast hér á ímynd íslands á erlendum mörkuðum. Það skiptir afskaplega miklu máli að ímynd íslands skaðist ekki af einhverj- um örsökum. ímynd okkar sem fram- leiðandi gæðasjávarafurða er eitt af okkar sterkustu vopnum. Það vopn gæti auðveldlega snúist í höndum okkar ef ekki er varlega farið. Að sjálf- sögðu er margt sem kemur við sögu þegar rætt er um ímynd íslands en ég vil í þessu sambandi sérstaklega minn- ast á hvalveiðar. Hér verður ekki tekin afstaða til þessa viðkvæma máls. Hins vegar má benda á það að þegar metnar eru hugsanlegar afleiðingar hvalveiða verður að taka mið af þeim aðstæðum sem uppi eru í dag en ekki fyrir um áratug síðan þegar hvalveiðar voru stundaðar. í dag erum við komin miklu lengra inn á markaðinn með okkar fiskafurðir og erum því mun berskjaldaðri fyrir áróðri en áður. Ef ímynd okkar skaðast af ein- hverjum orsökum kann það að leiða til þess að við verðum að einhverju leyti að hverfa til framleiðslu á pakkningum þar sem uppruninn er aukaatriði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að umræðan um hugsanlegar hvalveiðar er þeg- ar farin að hafa áhrif á ákvarð- anatöku í vöruþróun og hugsanlegar fjárfestingar í nýjum framleiðslulín- um. Það er því mjög mikilvægt að áður en hvalveiðar hefjast verði kann- að hvaða afleiðingar þær geti haft á framtíðarmarkaðssetningu okkar sjáv- arafurða. Höfundur er matvæla og hagfræðingur og er gæða- og þróunarstjóri fiskvinnslu hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. ímynd íslands á erlendum mörkuðum má ekki skaðast. FISKVERKENDUR - UTCERDAMENN! Starfsfræðslunefnd fískvinnslunnar býður nú um 30 mismunandi námskeið og fyrirlestra fyrir starfsfólk sjávarútvegsins. Hluti námsefnis: Vinnuöryggi • Hreinlætismál • Hráefnismeðferð • Mannleg samskipti Verkkennsla • Handflökun • fnnra eftirlit • Heilsuvernd • Gæðastjórnnn • Rekstraráætlanir Markaðsmál • Kjaramál Hafðu samband efþú ert ífi-œðsluhugleiðingum Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar heyrir undir Sjávarútvegs- ráðuneytið og er hlutverk hennar að skipuleggja fræðsiustarfsemi fyrir starfsfólk í fiskiðnaði. Nefndin er skipuð fulltrúum frá ráðu- neytinu, samtökum atvinnurekenda og Verkamannasambandi íslands. Starfsfræðslunefnd fiskvinnsl unnar Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, s: 560 9670

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.