Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 35

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI um nýja sérþekkingu. Reikna má með margfeldisáhrifum ef vinnslustig ís- lenskra fiskafurða eykst. Ný fram- leiðsla útheimtir nýja tækni og nýja þekkingu. íslenskur tækniiðnaður gæti því notið góðs af þessari þróun. Þetta á einnig við um innflutningsaðila ým- issa hjálparefna, umbúðaframleiðend- ur, íslenskan landbúnað og eflaust munu fleiri njóta góðs. Síðast en ekki síst vonum við öll að þessi tilraun ís- lensks fiskiðnaðar til framleiðslu á fiskafurðum á hærra vinnslustigi skili fyrirtækjum í sjávarútvegi aukinni framlegð. Ef það gerist ekki þá verður að sjálfsögðu ekki af stað farið. í þessum efnum verðum við íslend- ingar að hafa háleit markmið. Fram- tíðarsýnin er háþróaður og virtur mat- vælaiðnaður á íslandi þar sem flutt er út hugvit og þekking ofan á hágæða hráefni. Forsendur og hindranir En það er ekki nóg að sóknar- færin séu til staðar. Aðstæður þurfa að vera fyrir hendi til að hægt sé að nýta þau. Vöruþró- un er í eðli sínu dýr og áhættu- söm. Því er horft til langs tíma í vöruþróun en ekki skamms. Oft skilar hugsanlegur ávinningur sér ekki fyrr en eftir langan tíma. Eitt af því sem getur skipt miklu máli er að menntað fólk fáist til vinnu í sjávarútvegi og að sjávarútvegurinn leiti eftir því vinnuafli. Mikil breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað þetta varðar. Fyrir örfáum árum voru fáir menntaðir einstaklingar í framleiðslufyrirtækjunum í sjávarút- vegi. Ljóst er að á þessu hefur orðið mikil breyting til batnaðar á síðari árum. Það ber ekki síst að þakka Há- skólanum á Akureyri. Þar hefur verið mótað markvisst nám fyrir einstak- linga sem hyggja á vinnu í sjávarút- vegsfyrirtækjum landsins eða tengd- um fyrirtækjum og stofnunum. Það er einnig jákvætt að sjá að Fiskvinnslu- skólinn er að eflast og ótalin er mat- vælafræði sem kennd er við Háskóla íslands. Enn mætti nefna meistara- nám í sjávarútvegsfræðum við sama skóla. Þessi menntun og önnur getur nýst sjávarútveginum vel í þeirri þró- un sem hér er um talað. Hvernig verður þróunarstarf best stundað? I umræðunni um íslenskan sjávarút- veg hafa margir haft horn í síðu þeirr- ar samrunaþróunar sem átt hefur sér stað. Sérstaklega hefur borið á þessu í tengslum við umræðu um stjórnkerfi fiskveiða og lýsir það sér í áhyggjum manna yfir því að kvótinn eða veiði- rétturinn sé að safnast á færri fyrir- tæki. Að mínum dómi er algjör for- senda fyrir því að hægt sé að stunda markvissa og öfluga vöruþróun, að til séu stór fyrirtæki í útgerð og fisk- vinnsiu. Það er lykilforsenda fyrir því að við íslendingar getum mætt nýjum kröfum neytenda á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtæki með mikinn kvóta á bak við sig er líklegra til að stunda skipu- lega vöruþróun en hin smærri. Það er alveg ljóst að vöruþróun er dýr. Hér að framan var nefnt að menntað fólk gæti nýst í vöruþróun og slíkt er ávallt aukning við fastan kostnað fyrirtækja. Ekki er eingöngu um vinnulaun að ræða því einnig þarf til að koma dýr aðstaða. Enda má sjá ef grannt er skoðað að aukning á menntuðu fóiki í sjávarútvegi hefur verið meðal stærri fyrirtækja á því sviði. Vöruþróun er einnig áhættusöm og þekkt er að minnihluti þeirra verkefna sem lagt er upp með skila fyrirtækjunum árangri. Allt þetta styður það að þessi starfsemi kunni að vera minni fyrirtækjum of- viða. Þau eru áhættufælnari því hlut- fallslega er meira í húfi og aukning á föstum kostnaði við vöruþróun getur orðið smærri fyrirtækjum þungur baggi. Þá er ávinningurinn einnig minni því að eðli málsins samkvæmt er um minna magn að ræða hjá smærri fyrirtækjum. Fleiri ástæður mætti nefna fyrir því að nauðsynlegt er að hafa hér öflug og stór fyrirtæki í sjávarútvegi. Fyrirtæki samkeppnisaöilanna verða líka stærri Samrunaþróun hefur ekki eingöngu orðið í íslenskum sjávarútvegi heldur einnig meðal fyrirtækja sem kaupa af okkur fisk. Samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um kaupendur á alþjóðlegum mörkuðum verður betri ef fyrirtækin eru stærri. Það er einnig mikilvægt í þessu sam- bandi að geta komið til móts við kaupendur um kröfuna um ör- uggar og stöðugar afhendingar. Einn allra mikilvægasti þáttur- inn í verslun með fiskafurðir er hægt sé að bjóða upp á stöðugt framboð af fjölbreyttum vörum. Það verður einungis gert með öflugum framleiðendum og öflugu sölu- og markaðsstarfi. Enda þótt við teljum að stærstu ís- lensku sjávarútvegsfyrirtækin séu stór þá eru þau harla lítil í alþjóðlegu sam- hengi. Einnig má nefna fiskveiðistjórnun sem sérstakan þátt. Þar kemur inn í varanleiki þess stjórnkerfis sem við lýði er. Til dæmis er ólíklegt, að tíma- bundnir aflakvótar með uppboðsfyrir- komulagi hvetji fyrirtæki í vöruþróun- arverkefni sem skilar sér ekki fyrr en til lengri tíma er litið. Tollar gætu orðið okkur stór hindr- un í því að takast á við ný verkefni í íslenskum sjávarútvegi. Reynslan sýnir að um leið og vinnslustig fiskafurða Aukin menntun getur skipt sköpum fyrir ft'amþróun fiskvinnslunnar. ÆGIR 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.