Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hegning vegna gruns! Yfirstjórn fiskveiða í Noregi hefur lagt til að skip sem talin eru stunda ólöglegar veiðar í Suður-Ishafinu fái ekki að veiða á hafsvæðum sem Norðmenn ráða yfir. Helge Arild Bolstad, blaðamaður, segir í grein í Fiskaren að það sé gott og blessað að Norðmenn gangi fram fyrir skjöldu í baráttunni við þá sem sannan- lega stunda ránveiðar í heimshöfunum en það sé nýtt í norsku réttarkerfi að refsa þeim sem einungis er grunaður um brot, ekki síst vegna þess að „svarti list- inn“ yfir skip sem í hiut eiga kemur frá Norsku náttúruverndarsamtökunum. Helge segir það lítinn sóma fyrir eina mestu fiskveiðiþjóð heims að þiggja slík gögn frá sérhagsmunasamtökum og taka ákvarðanir á grundvelli þeirra; menn geti hugsað sér REVTINGUR viðbrögðin ef bandarísk yfirvöld hefðu beinlínis ráðið Greenpeace til að ákveða hvað sé löglegt og hvað ekki við norskar sel- og hvalveiðar. Pað má ekki minna vera, segir í grein- inni, að yfirvöld útvegi sér sjálf þau gögn sem þarf til að gera „svarta lista“ og vinna eftir þeim, og ennfremur að meint brot alþjóðalaga eigi einstök lönd ekki að ákveða að refsa fyrir, - rétti vettvang- urinn til þess séu Sameinuðu þjóðirnar. Að taka lifibrauðið af útgerðum og fiski- mönnum einungis vegna gruns Norsku náttúruverndarsamtakanna um brot er bæði dýr hug- mynd og slæm og auk þess algjörlega út í hött segir Hel- ge að lokum. (Fiskaren, janúar 1999.). S/ómenn og útgeréarmenn athugiói Rekum uppboðsmarkaði í öllum höfnum Snæfellssness. Útvegum löndun, ís og umbúðir. Eigum ávallt fyrirliggjandi flestar tegundir beitu s.s. síld, smokkfisk, kúffisk, gerfibeitu(ýsubeitu), loðnu og fljótlega einnig frosið síli. Einnig seljum við ýmsar rekstrarvörur t.d. ábót, baujur og belgi. Ávallt til þjónustu reiðubúnir. Wm I ■ m BI II " ^ I ■ m 191 . FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR Simi: Arnarstafji 435 bTH • Rif 436 6971 • Ólafsvik 436 1646,436 1647 • Grundarfjörður 438 6971 • Stykkishólmur 438 1646 Fax: 435 6797 436 6972 436 1648 GSM 896 4746 1893 6846 438 6972 438 1647 ÆGIIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.