Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1999, Side 26

Ægir - 01.04.1999, Side 26
Orkuþörf fiskiskipa með mismunandi vélbúnað: Er rafskrúfa kostur fyrir fískiskip? Olhiverð er nú liagstœtt útgerð- inni, en svo hefur ekki alltafver- ið. Reikna má fastlega weð að olíu- verð hcekki í nánustu framtíð. Skip eru að öllu jöfnu fjárfesting sem á að endast lengi og hér áður fyrr þótti 1S til 20 ára gamalt skip ekki sérstak- lega gamalt. Nú, rétt við aldamótin 2000 er 20 ára gamalt skip; gamalt, eyðslufrekt og að mörgu leiti úrelt og að auki erfitt í endursölu. Þannig er nú koniið fyrir fiskiskipaflota lands- manna að hann er kominn til ára sinna, togaraflotinn er 22 ára að meðaltali og bátaflotinn er rúmlega 26 ára. Fiskiskipaflotinn hefur elst um heilt ár að meðaltali síðastliðin 6 ár og endurnýjun er brýn. Þetta má sjá náttar í töflu 1. Til skoðunar í þessari grein eru þrjú ímynduð stór fiskiskip, þ.e. rafknúið skip, sem hér er nefnt Skip 1, skip búið hefðbundnum búnaði, sem hér er Guðbergur Rúnarsson verkfrœöingur hjá Fiskifélagi íslands skrifar Fiskifélag íslands nefnt Skip 2 og loks Skip 3, sem búið er tveimur vélum. Skipin eru öll útbú- in til veiða með nót og til togveiða með flotvörpu. Fyrst skoðum við hefð- bundið skip miðað við rafknúið skip og er samanburð milli skipanna tveggja að sjá í töflu 2. Skipin eru nýleg, með sambærilegan skrokk og eru öll 250 daga á sjó, þar af 100 daga á nót og veiða þá öll 20.000 tonn af loðnu. Uppsett afl skipanna er hið sama, 6000 hestöfl út á skrúfuöxul. Þróun íiskiskipaflotans 1990 til 1997 (þilfarsskip) Stærð Vélarafl Árið Fjöldi skipa Brl x 1000 Aldur MW 1990 996 119,8 16,0 420,8 1991 993 121,5 16,0 428,3 1992 955 120,9 16,0 426,0 1993 943 121,1 17,0 424,4 1994 867 121,4 17,0 419,8 1995 825 123,4 18,0 415,4 1996 800 130,9 19,0 432,7 1997 790 124,9 20,1 416,6 Tafla 1. Þróun íslenska fiskiskipaflotans; fjöldi þilfarsskipa, stœrð fiotans í þúsundum brúttórúmlesta, meðalaldur, og heildar véiarafi í MW (þúsundir kW). Olíunotkun Lítrará klukkustund 1 P Rafknúið M TvgBT vélar D Ein vél | Mynd 2. Olíueyðslustuðlar við veiðar og siglingu þriggja skipa. Reiknað er með að 70% aflsins, 4.200 hestöfl, séu nýtt að meðaltali á togi og 40%, eða 2400 hestöfl á siglingu. Gert er ráð fyrir að rafknúna skipið noti 0,17 lítra af olíu á hestaflstíma hvort sem það stundar tog- eða nótaveiðar, eða er á siglingu. Hefðbundna skipið notar 0,19 lítra af olíu á hestaflstíma (165 g/höt) við togveiðar, 0,21 lítra á hestaflstíma á nótaveiðum og 0,20 lítra á hestaflstíma á siglingu (Sjá mynd 1.) Skipin kaupa öll eldsneyti frá sama olíufélagi á kr. 12,29 pr. lítra og eðlis- þyngd olíunnar er 0,87 kg/1. Þessar frekar varfærnislegu forsendur gefa til kynna að olíunotkun rafknúna skips- ins verði um 15% minni en skips með hefðbundinn skrúfubúnað og olíu- sparnaðurinn nemi rúmum 6,4 millj- ónum króna á ári. Af gögnum tæknideildar Fiskifélags íslands má ráða að um 5% tímans á togveiðum fara í að kasta eða hífa veið- arfæri. Við síld- og loðnuveiðar er þetta hlutfall um 35% og er sú orkunotkun reiknuð með í olíueyðslustuðli fyrir þessar veiðar (hér 0,03 lítrar olíu/kg loðnu) fyrir bæði skipin og leiðrétt fyr- ir Skip 1. Eftir er að gera upp aðra orkunotkun við togveiðarnar og ýmis dælukerfi. 26 Möm

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.