Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Höfniti í Reykjavík og Geirsbryggja árið 1891.
togaraútgerð. Árið 1911 voru þilskip í
Reykjavík 30, en fækkaði nánast ár frá
ári eftir það. Árið 1919 voru sjö þilskip
gerð út til veiða frá Reykjavík og er út-
haldinu lauk það ár, var jafnframt
sögu skútuútgerðar í bænum lokið.
Geir Zoega var lengst af skútuöld-
inni atkvæðamikill útgerðarmaður í
Reykjavík. Á árunum 1893-1908 gerði
hann að jafnaði út 7-9 þilskip á ári og
mun útgerðin hafa orðið mest árið
1901, níu skip, flest stórir kútterar.
Árið 1908 afréð Geir að hætta útgerð-
inni og seldi öll skip sín í einu lagi.
Var hann þá orðinn 78 ára gamall
og átti að baki drjúgan starfsdag. Hann
var þó fráleitt hættur störfum, rak
verslun sína áfram og árið 1914 hafði
hann uppi áætlanir um togarakaup. Af
þeim varð þó ekki og mun heimsstyrj-
öldin, sem hófst þá um haustið, hafa
valdið þar mestu.
En Geir Zoega var ekki eini skútuút-
gerðarmaðurinn í Reykjavík. Árið 1889
giftist dóttir hans Þosteini Þorsteins-
syni, sem kallaði sig Th. Thorsteinsson.
Gerðist hann þá aðili að útgerð
tengdaföður síns og áttu þeir skip í
samlögum um hríð. Árið 1896 stofnaði
Þorsteinn verslunina Liverpool. Þá var
búi þeirra tengdafeðga skipt og fékk
Thorsteinsson nokkur skipanna í sinn
hlut og hóf útgerð á eigin vegum. Mun
hann hafa gert út 4-5 skip þegar mest
var, en skömmu eftir aldamótin seldi
hann þilskip sín og sneri sér að togara-
útgerð.
Ýmsir aðlilar gerðu út 1-3 þilskip
hver á síðasta áratug 19. aldar, en und-
ir aldarlokin og á fyrsta áratug 20. ald-
arinnar komu til sögu stórfyrirtæki,
sem höfðu mikla útgerð með höndum.
Þar ber fyrst að nefna Duusverslun,
sem rak umfangsmikla þilskipaútgerð í
Reykjavík á lokaskeiði skútualdar. Mest
var útgerð verslunarinnar á árunum
1906 og fram að fyrri heimsstyrjöld.
Árið 1912 voru þilskip í eigu Duus ell-
efu og munu aldrei hafa orðið fleiri, en
a.m.k eitt þeirra var gert út frá Keflavík
og skráð þar.
Þetta sama ár, 1912, gerði Milljóna-
félagið út sjö þilskip frá Reykjavík og
fyrirtækið Sjávarborg, sem Ásgeir Sig-
urðsson átti að mestu, gerði þá út níu
skip. Var þá nánast öll þilskipaútgerð í
Reykjavík í höndum þessara þriggja að-
ila.
Þilskipaútgerðin í Reykjavík komst
þannig á hendur örfárra stórfyrirtækja,
sem jafnframt stunduðu mikla fisk-
verkun og -útflutning og voru á meðal
stærstu verslunarfyrirtækja í höfuð-
staðnum. Minni útgerðarmenn, sem
nokkuð bar á á síðasta áratug 19. aldar,
heltust flestir úr lestinni og olli þar
mestu, að þeir höfðu ekki tök á eigin
fiskverkun og -verslun sem hinir
stærri. Skip, sem skráð voru á ýmsum
stöðum í næsta nágrenni Reykjavíkur,
á Seltjarnarnesi, í Engey og Gufunesi,
og gengu flest til veiða frá Reykjavík,
munu þó flest hafa verið í eigu einstak-
linga.
Fyrirkomulag útgerðarinnar breytt-
ist lítt frá því um 1890 og fram til loka
skútualdar. Þilskipin gengu til veiða frá
því síðla vetrar og fram í ágúst. Þegar
hér var komið sögu, höfðu hákarla-
veiðar lagst af með öllu og stunduðu
skipin eingöngu handfæraveiðar. Nán-
ast allur fiskur var verkaður í salt og á
vorin og fram eftir sumri mátti víða í
Reykjavík og nágrenni sjá miklar salt-
fiskbreiður.
Annars staðar við Faxaflóa var all-
nokkur þilskipaútgerð á þessum tíma.
Mest var hún í Hafnarfirði. Þaðan
gengu fjórar skútur til veiða árið 1897,
en árið 1902 voru þilskip í bænum
orðin sextán. Flest munu þau hafa ver-
ið í eigu Péturs J. Thorsteinssonar og
Brydesverslunar, en einnig ráku þeir
Einar Þorgilsson og August Flygenring
umtalsverða útgerð frá Hafnarfirði. Á
árunum 1903-1912 voru þilskip í
Hafnarfirði oftast 10-15 á ári hverju,
en fækkaði síðan mjög. Kútterar gengu
þó til veiða frá Hafnarfirði allt til ársins
1924, en voru aðeins 2-3 síðustu árin.
Er þilskipaútgerð lagðist af í Hafnar-
firði var jafnframt lokið sögu skútuaid-
ar við Faxaflóa. Hún hófst er Bjarni Sí-
vertsen hóf útgerð í Hafnarfirði undir
lok 18. aldar. Fór því vel á því að frá
Hafnarfirði væru þilskip gerð út til fisk-
veiða lengur en frá öðrum stöðum við
Flóann.
mm 3i