Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1999, Side 6

Ægir - 01.04.1999, Side 6
Uppstokkanir hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í kjölfar sögulegs aðalfundar: Nýr forstjóri sóttur til Hampiðjunnar Gunnar Svav- arsson, for- stjóri Hampiðj- unnar hefur verið ráðinn forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystiliús- anna. Þar með er lokið því millibilsástandi í forstjóramálum fyrirtækisins sem skapaðist eftir að Friðrik Pálsson hvarf frá fyrirtækinu í kjölfar sögulegs aðal- fundar þar sem Róbert Guðfinnsson felldi sitjandi stjórnarformann SH. Hlutverk Gunnars verður að fram- fylgja nýrri stefnu hjá SH um að gera fyrirtækið markaðsframsæknara og munu völd Gunnars verða meiri en forstjóri hafði í tíð Friðriks Pálssonar. Ljóst er að með Gunnari kemur inn mikil þekking á alþjóðaviðskiptum enda hefur hann gert Hampiðjuna að einu af þekktustu fyrirtækjum heims í veiðarfæraframleiðslu. Missti fullvinnsluleyfi Frystitogarinn Baldvin Þorsteins- son lét úr höfn þann 10. apríl síðast- liðinn án fuilvinnsluleyfis. Leyfið var tekið af togaranum í eina veiðiferð í refsiskyni fyrir að hafa unnið 10 tonn af þorski í bita í janúar síðast- liðnum án þess að hafa eftirlitsmann frá Fiskistofu um borð. Samkvæmt reglugerð sem sett var í fyrrasumar ber nú að hafa eftirlits- rnann um borð í hvert sinn sem fisk- ur er skorinn í bita en Baldvin Þor- steinsson er eina frystiskipið sem gert hefur tilraunir með að skera þorsk í bita fyrir framhaldsvinnslu í landi. Af hálfu útgerðar skipsins, Sam- herja, hefur verið bent á að millj- ónakostnaður fylgi því fyrir útgerð- ina að hafa eftirlitsmann um borð ef framfylgja eigi óbreyttri reglugerð. Vélskóli Islands . . . ■ Innritun fyrir skólaárið 1999-2000 er til 10. júní n.k. Upplýsingar í síma 551 9755 frá kl. 8:00-16:00 daglega. Hagnýtt nám bæði til sjós og lands. 6 AGIIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.