Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Fiskverkunin Trausti sf. á Hauganesi:
Setur á stofn eigin
saltfiskverslanakeðju á Spáni
TJiskverkunin Trausti sf. á Hauga-
-X nesi á Árskógsströnd Uefur á und-
anfórnum árum byggt upp athyglis-
verða framleiðslu á saltfiski og öðrum
fiskafurðum í neytendaumbúðum
undir merkinu Ektafiskur. Fyrirtœkið
hefur um skeið flutt þessa vöru út til
Spánar undir merkinu Real fish, sem
útleggst á íslenku hinn konunglegi og
er óhœtt að segja að viðtökur Spán-
verja liafi verið framar vonum. Um
síðastliðin áramót byrjaði fyrirtœkið
að undirbúa stofnun lítillar verslunar
í Madrid sem nú hefur starfað um
skeið og hafa viðtökurnar verið
framar vonum. Eru nú seldar í versl-
uninni allar framleiðsluvörur
Trausta, sem alls telja 12 flokka.
Stofnað var fyrirtœki að baki verslun-
inni á Spáni og hefur Trausti sf. sam-
starfvið umboðsaðila sinn á Spáni
um reksturinn. Á nœstu dögum verð-
ur opnuð önnur verslun í Barcelona
og segir framkvœmdastjóri Trausta sf.
að miðað við viðtökurnar geti allt
eins farið svo að byggð verði upp versl-
anakeðja með tugum verslana undir
merkinu Real fish Baccalao.
„Þessi leið er alveg ný af nálinni og
hér á landi hafa menn ekki horft til
þess sem möguleika að fara að standa í
verslanarekstri á Spáni til að koma salt-
fiskinum á markað," segir Elvar Reykja-
lín Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Trausta sf.
„Við lentum í þrengingum á síðasta
ári þegar fiskverð hér heima fór
stöðugt upp á við. Þeirri hækkun gát-
um við ekki velt út í vöruverðið í stór-
mörkuðum úti á Spáni, þar sem við
vorum komnir inn. Þetta varð til þess
rauðvínum til
krydda," segir El-
var.
Verslunin
gengið
vonum
Verslun Real fisli í Madrid er markaðssett sem lítil hverfavershm
sem býður allt til saltfiskmatreiðslu, auk þess sem seldar eru
aðrar tegundir fiskafiirða frá íslandi.
að við fórum að hugsa um nýjar leiðir
og staðnæmdumst við þá hugmynd að
koma á fót lítilli og sérhæfðri frysti-
vöruverslun í Madrid sem væri með
allar vörutegundir okkar. Þarna erum
við núna að selja fyrst og fremst salt-
fiskinn okkar en til viðbótar kavíar,
lax, hörpudisk og rækjur. Þetta á að
verða sérhæfð sælkeraverslun með ís-
lenskar vörur. Við markaðssetjum
verslunina þannig að þarna bjóðist
fólki allt til að gera saltfiskrétti, allt frá
hefur
framar
á þeim
hálfa öðrum mán-
uði sem hún hefur
starfað og strax
var hafist handa
við að undirbúa
nýja verslun í
Barcelona. Elvar
segir ótvírætt að
betra verð fáist
fyrir framleiðsluna
með þessum
hætti, auk heldur
sem þessi leið sé
sérlega skemmti-
leg og nálgunin
við neytendurna
verði mjög mikil.
„Spánverjar eru
vanir því að kaupa
sinn saltfisk og sjá
sjálfir um að út-
vatna. Okkar
framleiðsla er
þannig að fiskurinn er tilbúinn í pott-
inn og til að gera Spánverjunum til
hæfis þá bjóðum við í versluninni
þann fisk sem þeir eru vanastir við hlið
okkar framleiðslu. Og reynslan sýnir
að Spánverjarnir velja mun frekar að fá
saltfiskinn frosinn í neytendaumbúð-
um og tilbúinn í pottinn. Við teljum
því framtíðarmöguleikana mjög mikla
og gætum átt eftir að sjá tugi verslana í
Real fish Baccalao keðju á Spáni í fram-
tíðinni," segir Elvar Reykjalín.
ÆGIR 9