Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 12
Sjónarmið fólks um fiskveiðistjórnunina: Konurnar ákafari stuðningsmenn byggðakvóta en karlarnir hefur byggðakvóti oft verið nefndur en ennfremur hefur verið vakin athygli á að þessi leið hafi ekki verið útfærð og í raun viti enginn hvernig byggðakvóti eigi að vera í framkvæmd eða hvort hann sé framkvæmanlegur. Túlka má því niðurstöður könnunarinnar sem vilja fólks í landinu til þess að fundnar verði leiðir til að taka upp byggðakvóta eða tengja úthlutaðar veiðiheimildir á einhvern hátt við byggðir. Kallað eftir breytingum Könnunin er ennfremur skýr hvað það varðar að rösklega 90% þeirra sem spurðir voru vilja sjá breytingar gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, á einn eða annan hátt. Hér er átt við saman- lagðan fjölda þeirra sem styðja byggða- kvóta, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, styðja veiðileyfagjald, styðja uppboð veiðiheimilda á markaði og að lagður verði sérstakur skattur á þá sem selja kvóta. frýnt er nánar í könnun Gallup kemur í Ijós að 32,7% karla velja byggðakvóta frekast seni kost til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerf- inu en síðan kemur sá hópur karla sem frekast vill sjá veiðileyfagjald- töku. Konurnar eru aftur á móti meiri stuðningsmenn við byggða- kvóta en þœr vilja síður sjá veiði- leyfagjaldið. Alls völdu 38% kvennanna byggðakvóta sem sinn helsta valkost til breytinga en aðeins 11,6% þeirra settu veiðileyfagjald í fyrsta sæti. Hins vegar vildu rösklega 22% þeirra frekast að annað fiskveiðistjórnunar- kerfi verði tekið upp. Byggðakvóti virðist eiga mestan hljómgrunn í aldursflokknum 55-75 ár. ívið meiri stuðningur er við byggðakvóta meðal landsbyggðar- fólks en höfuðborgarbúa en einna mestur munur er á afstöðu fólks í höfuðborg og landsbyggð til spurn- ingarinnar um veiðileyfagjald. Það hefur augsjáanlega meiri stuðning á höfuðborgarsvæðinu en út um land- ið, þ.e. 17,6% höfuðborgarbúa vildu veiðileyfagjaldtöku umfram aðrar breytingar en 12,1% Iandsbyggðar- búa. Verkafólkið styður frekast byggðakvótann Ef litið er á svörin út frá starfssviðum kemur í ljós að minnstan hljóm- grunn hefur byggðakvóti meðal nema en mestan í hópi verkafólks. í þeim hópi reyndust 37,5% telja full- yrðinguna um byggðakvóta sam- rýmast þeirra skoðunum. Spurningin um allan kvóta á markað hefur jafnan stuðning kynj- anna. Hún hefur frekast stuðning meðal yngstu svarendanna og á höf- uðborgarsvæðinu er mun meiri stuðningur við uppboð en á lands- byggðinni. Það eru sömuleiðis þeir tækjulægstu sem frekast velja þenn- an kost til breytinga á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Greinilega eru misjafnar skoðanir á sjávarútvegsmálunum eftir því hvort fólk býr í höfuðborgiimi eða á landsbyggðinni. 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.