Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 34

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 34
„Hver eru þessi sóknarfœrí? Jú þau snúast að mestu leyti um það að auka vinnslustig sjávarafurða og auka með því móti útflutningsverðmœti íslensku þjóðarinnar" segir Gunnar B. Sigurgeirsson. Nýjar þarfir? Ljóst er að neytendur kalla eftir smærri skömmtum í matvælum. Ein af ástæðunum er sú að hlutfali eldra fólks er að aukast og einstaklingsmál- tíðum fjölgar. Hvers konar vörur sem eru þægileg- ar í eldun eða í meðhöndlun verða sí- fellt vinsælli. í því sambandi má nefna t.d. frosnar tilbúnar máltíðir eða hálf- tilbúnar. Þessi aukna eftirspurn eftir þægindavörum nær ekki eingöngu til smásölu heldur einnig til veitinga- húsa. Ljóst er að fólk hefur nú minni tíma til eldunar m.a. vegna þess hvað langt er orðið milli vinnustaða og heimila. Frítími fólks er oftar metinn hærra verði en svo að fólk sé tilbúið til að eyða löngum stundum í elda- mennsku. Önnur afleiðing sem tengist tíma- skorti og breyttum lífsháttum er að fólk borðar oftar úti. Það er hins vegar ekki tilbúið til að eyða miklum fjár- munum í hvert skipti heldur vill fólk einnig geta keypt ódýran mat og fært þannig vinnuna við að matbúa til veitingahúsanna. Þannig má njóta þess að borða góðan mat án þess að hafa mikið fyrir því eða þurfa að reiða fram háar fjárhæðir í hvert skipti. Á sama hátt munu því veitingahúsin þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum. Kröfur um ódýran mat en góðan gera það að verkum að veitingahúsin vilja spara dýran mannskap, dýrt pláss og jafnframt geta afgreitt fleiri rétti í senn. Með öðrum orðum: Matreiðslan er að færast meira yfir á iðnaðarstigið þ.e. á framleiðendur matvæla. Þessi þróun á einnig við um fiskafurðir. Veitingahúsin eru því þannig að biðja framleiðendur um að útvega vörur sem þægilegt og fljótlegt er að með- höndla. Einnig þarf að vera hægt að útbúa fallega og bragðgóða rétti með mannskap sem ekki er menntað mat- reiðslufólk. Þannig færist matreiðslan yfir á framleiðendur. Við höfum séð þessa þróun undanfarin ár. Fyrst með auk- inni eftirspurn eftir beinlausum flök- um, síðan beinlausum flakabitum sem skornir eru þannig að þeir eru allir svipaðir að þyngd og lögun og loks eftir fiskbitum með tilbúnum sósum eða aðra slíka þægindavöru t.d. hjúpaðan fisk en talsvert er flutt út af slíkri vöru frá íslandi. Margt fleira mætti nefna sem styður þessa þróun. Ljóst er að breytt samsetning fjöl- skyldna og breytt aldursdreifing fólks mun hafa mikla þýðingu fyrir viðhorf þess og kröfur. Jafnframt skapast ný sóknarfæri fyrir íslenska fiskvinnslu. Ný tækifæri Hver eru þessi sóknarfæri? Jú þau snú- ast að mestu leyti um það að auka vinnslustig sjávarafurða og auka með því móti útflutningsverðmæti íslensku þjóðarinnar. Það er ljóst að hér er um mikla fjármuni að ræða fyrir íslenskan sjávarútveg og íslenskt þjóðarbú. Ekki eingöngu er þetta fólgið í auknu út- flutningsverðmæti heldur eru mikil hliðaráhrif. Starfsfólk í íslenskum frystihúsum fær aukin tækifæri í gegn- 34 miR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.