Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1999, Qupperneq 24

Ægir - 01.10.1999, Qupperneq 24
Fjölbandafrystir Skagans hf áAkranesi opnar nýja möguleika í fiskiðnaðinum: Fyrirferðalítill lausfrystir sem hentar bæði sjó- og landvinnslunni - „ erum að svara miklum áhuga vinnsluskipaútgerðanna á aukinni lausfiystingu úti á sjó,” segir Ingólfur Arnason, tœknifrœðingur og hönnuður Skaginn hf. á Akranesi frumsýndi á íslensku sjávarútvegssýning- unni í haust nýjagerð af lausfrystum sem fyrirtœkið hefur unnið að und- anfarin tvö ár. Hér er um að rœða frysti sem hefur þann kost stœrstan að vera mjög fyrirferðalítill, þrátt fyr- ir að hafa afkastagetu á við þá laus- frysta sem þekktir eru á markaðnum. Þetta atriði gerir að verkum að fryst- inum er auðveldlega hœgt að koma fyrir í flestum gerðum frystiskipa og ]>ar með opnast nýr möguleiki fyrir útgerðir frystiskipanna í vöruþróun. Um leið gœtu opnast meiri möguleik- ar til aðgera frystiskip að hráefnis- öflun fyrir landvinnsluna, enda hafa fyrirtœki á borð við Granda og Sam- herja verið að fikra sig áfram með lausfrystingu á sjó og fratnhalds- vinnslu afurðanna í landi. Fyrsti lausfrystirinn frá Skaganum mun enda fara til Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Ingólfur Árnason, tæknifræðingur hjá Skaganum hf. og aðalhönnuður fyrirtækisins, segir mikla vinnu hafa verið lagða í þróun frystisins og hann vonast að með þessu tæki séu að opn- ast nýir möguleikar fyrir sjóvinnsluna - og kannski landvinnsluna um leið. „Við eigum eftir að sjá endanlegar niðurstöður úr prófunum á frystinum en allt sem við höfum séð hingað til stenst þær væntingar sem við höfðum. Viðbrögðin á markaðnum í kjölfar sýningarinnar lofa mjög góðu fyrir framhald- ið, enda telj- um við fryst- inn nýtast mjög víða," segir Ingólf- ur. ekki síður til útflutningsmöguleik- anna. „Við fundum greinilega fyrir mikl- um áhuga á frystinum hjá erlendum gestum á sjávar- útvegssýningunni. Færey- ingar sýndu honum mikinn áhuga en næsta skref hjá okkur er að ljúka endanleg- um prófunum, væntanlega hér heima á Akranesi og Vara fyrir erlendan markað Lausfrystirinn hefur framleiðsluheitið Fjölbandafrystir 2000 og vakti hann mikla athygli á sjávarútvegssýning- unni. Ingólfur segir að frystirinn nýt- ist vel fyrir landvinnslufyrirtæki, jafnt sem sjóvinnsluna, og ekki er aðeins horft til íslenska markaðarins heldur síðan úti á sjó. Ég geri ráð fyrir að þeim verði lokið snemma á næsta ári og þá ættum við að vera reiðubúnir til að kynna frystinn af fullum krafti á inn- lendum og erlendum markaði," segir Ingólfur. „Hvað sjófrystinguna varðar þá finn ég fyrir miklum áhuga hjá frystitog- araútgerðum að hærra hlutfall fari í gegnum lausfrystingu. Það atriði sem hefur verið hamlandi er stærð laus- frystanna, enda þekkja menn það sem 24 mm

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.