Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1999, Page 47

Ægir - 01.10.1999, Page 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Eftirlit með smábátum í Bretlandi /'Bretlandi eru um það bil 6000 bátar undir 12 m á lengd, sem gerðir eru út í atvinnuskyni, flestir frá sunnanverðu landinu. Sumir þessara báta eru rétt undir 12 metra markinu eit biínir þannig að þeir hafa veiðigetu mun stœrri báta. Aðr- ir eru miklu minni, róa frá hafn- lausri ströndinni lítinn hluta árs. Margir bátar sem fiska á grunnslóð eru háðir svæðisbundnum kvóta hverrar fiskitegundar og þegar hann er búinn verða þeir að hætta veiðum. Vegna þessa eykst eftirspurn eftir veiðileyfum fyrir báta undir 12 metr- um og bátum sem eru rétt við mörkin fjölgar. Strandeftirlitið breska hefur kynnt lög um ýmsa þætti öryggis við sjósókn en einungis þau sem snúa að smá- bátunum hafa tekið gildi. Smábátasjó- mennirnir eru þeim mjög mótfallnir og hafa sent yfirvöldum mótmælabréf. Þeir segja að samkvæmt lögunum sé neytt upp á þá ýmiss konar eftirliti sem muni kosta þá mikið fé. Mótmæi- in voru svo öflug að Strandeftirlitið treysti sér ekki til að framfylgja þeim. Smábátasjómennirnir segja að Strand- eftirlitið hafi engan skilning á málinu, þar eð starfsmenn þess séu uppgjafa yfirmenn á farskipum sem aldrei hafi veitt fisk. VERKFRÆÐISTOFA \i FENCUR ^ CONSULTING ENGINEERS HRUNGNIR GK-50 Trönuhrauni I 220 Hafnarfjörður Sími: 565 5090 Fax: 565 2040 ÆGIR 47

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.