Ægir - 01.10.1999, Side 50
50 J&BSR
Skipið var allt sandblásið frá kili
upp í masturstopp og málað með
Hempels skipamálningu.
Vistarverur
í Sævari eru tvö farþegarými; neðra-
Almenn lýsing
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt
reglum og undir eftirliti Lloyds Reg-
ister og flokkað *100A1 Costal Ferry
MO, vélbúnaðurinn *LMC og vélarúm
UMS (mannlaust vélarúm). Skipið er
búið þverskipsböndum með bandabili
0,5 m, framhallandi stefni, þverum
skut, tveimur farþegaþilförum fyrir
samtals 70 farþega í sætum og aftast er
opið vöruþilfar fyrir allt að 20 tonn af
vörum.
Undir neðra farþegaþilfari er skip-
inu skipt með fimm vatnsþéttum
þverskipsþilum. Fremst er stafnhylki
fyrir sjó, þá bógskrúfurými, olíugeym-
ir, tveir vatnsgeymar með þurrrýmum
út við síður, stjórnborðs- og bak-
borðsolíugeymar eru í vélarúmi og aft-
ast er rými fyrir tvö skrúfudrif.
Manngengt er á tankalofti undir neðra
farþegarými frá bógskrúfurými aftur í
vélarúm. Úr neðra farþegarými er
neyðaruppgangur upp á stefni.
Á efra farþegaþilfari er yfirbygging
sem samanstendur af stýrishúsi á reisn
og sambyggt því er farþegahús og þil-
farshús aftast. Á brúarþaki er radar og
ljósamastur.
Tvœr snúningsskrúfur eru á Sævari. Akkerinu er kowiö fyrir í vasa aftan á skipinu.
Á þilfari er komið fyrir öflugum krana, enda er Sœvar hugsaður sem alhliða skip til
fólks- og vöruflutninga.
og efra farþegaþilfar. Farþegi sem kem-
ur um landgang um borð kemur inn í
skipið á efra farþegaþiifari. í salnum er
aðstaða fyrir 20 manns í þremur sæta-
básum og sófa. Stigagangur er frá saln-
um upp í brú. Frá efri sal er stigi niður
í neðri sal og þar eru sæti fyrir 50
manns í sex og átta sæta básum,
stjórnborðs- og bakborðsmegin. Milli
sæta eru borð. Fremst í salnum er af-
greiðsluborð fyrir léttar veitingar og
þar er jafnframt flóttaleið upp á efra
farþegaþilfar framskips. Aftast í sain-
um er útgangur um stiga aftur á vöru-
þilfar. í farþegasölum eru þrjár snyrt-
ingar, tvær í neðri sal og ein í efri sal.
Aðstaða fyrir áhöfn er í brú ferjunn-
ar. Ein innréttuð káeta er fyrir áhöfn
ásamt snyrtingu og setkrók. Fyrir
áhöfn er kæliskápur og örbylgjuofn.
í stýrishúsi stjórnborðsmegin eru
stjórn-, siglinga- og fjarskiptatæki í
tækjaborði. í brúnni em tveir skip-
stjórnarstólar frá E. Vejvad Hansen;
annar í braut en hin fastur. Á brúar-
þaki er ratsjár- og fjarskiptamastur,
1000 W kastari er á brúarþaki með
stjórntækjum í stýrishúsi.
GuObergur Rúnarsson