Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1999, Side 52

Ægir - 01.10.1999, Side 52
Vistaverur eru þiljaðar með Famos veggþiljum og skipið er einangrað með steinull. Upphitun skipsins er miðstöðvarhitun sem notar kælivatn frá aðalvélum eða hita frá rafskauts- katli frá Rafhitun. Farþegasalir og brú eru loftræst með loftblásurum og er loftið hitað frá miðstövarkerfi skips- ins. Fyrir útsog frá snyrtingum er Klimor blásari, 600 m3 í þilfarshúsi. Loftræsting fyrir sali, framskip og brú er Klimor blásari 3000 m3 í klefa stjórnborðsmegin fyrir framan neðri sal. Vöruþilfar Á afturskipi er vöruþilfarið sem nær yfir breidd skipsins og er um 6 metrar að lengd. Aftast á vöruþiifarinu er vökvaknú- inn 3 metra breiður skuthleri sem hægt er að leggja niður við lestun og losun. Lestunar- og losunarkraninn er frá Palfinger af gerðinni PK 1808 MA, 160 kNm. Vinnusvið kranans er 1,5 til 8 metrar og 360°. Kraninn er búinn 2 tonna vírspili. Honum var komið fyrir stjórnborðsmegin á þaki þilfarshúss. Vökvadælistöð kranans er frá Vökva- kerfi ehf., 30 1/min, 280 bör og 18 kW. Bakborðsmegin aftast á vöruþilfari er skorsteinshús. I húsinu eru loftblásari fyrir vélarúm af gerð ALWO, 9000 m3/klst. ásamt hljókútum véla. 250W flóðljós fyrir vöruþilfar er á skorsteinshúsi. Úr stjómpúltinu í bríi er gott útsýni fram fyrir skipið. Ferjan er búin öllum full- komnustu og nauðsynlegustu siglinga- og fjarskiptatœkjum nútímaskipa. Akkeris- og landfestingar Tvö akkeri eru á skipinu. Annað er í vasa stjórnborðsmegin á afturgafli skipsins en hitt fest við skorsteinshús. Akkerisspilið er stjórnborðsmegin miðskips, í klefa fyrir framan vöruþil- far. Það er frá Brusselle og togar 2 tonn á tóma tromlu. Spilið er rafknúið af 5 kW mótor. í sér rými framan við akk- erisspilið er vökvaknúin landfesti- vinda frá Brusselle og Vökvakerfum ehf. Stjórnun landfestivindunnar er úr brú. Vélbúnaður Vélarúm Sævars er hannað og flokkað sem mannlaust vélarúm. Aðalvélarnar eru tvær frá Cummins af gerðinni N14M. Vélarnar eru fjór- gengisvélar með afgasblásurum og eft- irkælingu. Þær eru 400 hestöfl hvor (294 kW) við 1800 sn/mín. Skrúfur vélanna eru frá Mekanord, hvor 1100 mm í þvermál, fjögurra blaða og snú- ast 512 sn/ mín við 1800 sn/mín á að- alvél. Skrúfurnar eru á vinkildrifi með gírhlutfallinum 3,51:1. Vinkildrifið er jafnframt snúningsdrif sem gerir það mögulegt að snúa skrúfunum um heil- an hring um lóðréttann ás; út í hvort borð eða hálfan hring en þá siglir skip- ið afturábak. Þessi búnaður gerir stýris- blað óþarft. Á framaflúttaki véla eru háþrýstar vökvadælur frá Landvélum. Kælikerfi aðalvéla er um miðstöðvarkerfi og ut- Helstu mál og stærðir Aðalmál: Mesta lengd (Loa) (m)...............................................22,70 Skráð lengd (m).....................................................20,43 Lengd milli lóðlína (m).............................................22,00 Breidd (mótuð) (m)...................................................6,70 Dýpt að neðra farþegaþilfari (m).....................................2,40 Dýpt að efra farþegaþilfaari (m).....................................4,70 Dýpt að vöruflutningaþilfari (m).....................................3,70 Rými og stærðir: Eiginþyngd (tonn)....................................................-130 Særými við 2,0 m djúpristu (tonn)....................................-145 Brennsluolíugeymar (m3)..............................................26,4 Ferskvatnsgeymar (m3)................................................11,8 Smurolía og glussi (m3)...............................................2,8 Sjókjölfesta (m3)....................................................15,8 Mæling: Brúttórúmlestir....................................................127,18 Brúttótonnatala.......................................................149 Nettótonn..............................................................45 Aðrar upplýsingar: Djúprista..........................................................2,0 m Reiknaðurtogkrafturvið 2x400 hestöfl.............................8,3 tonn Áætlaður ganghraði............................................12 sjómílur Skipaskrárnúmer......................................................2378 52 MCAU Guöbergur Rúnarsson

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.