Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Page 17

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Page 17
15 rannsókn holdsveiklinga og aðgreining holdsveikinnar frá öðrum sjúkdómum. Aukakennari Pórður Sveinsson geðveikralæknir: 1. Rjettarlœknisfrœði. Fór í einni stund á viku bæði misserin með viðtali og yfirheyrslu með eldri nemendum yfir tjeða kenslu- grein. Við kensluna voru notaðar K. Pontoppidan:■ Rets- medicinske Forelæsninger og Hugo Marx: Praktikum der gerichtlichen Medizin. 2. Geðveiki. Hjelt fyrirlestra um geðveiki 1 stund á viku bæði misserin. Til hliðsjónar voru notaðar: E. Krápclin: Ein- fuhrung in die psychiatrische Klinik og Binswanger und Siemerling: Lehrbuch der Psychiatrie. Aukakennari Andrjes Fjeldsteð augnlæknir: a) Fór með yfirheyrslu og viðtali með elslu nemend- um í 1 stund á viku yfir augnsjúkdóma. W. Asher: Repetito- rium der Augenheilkunde og C. Adam: Taschenbuch der Augenheilkunde voru notuð við kensluna. b) Iíendi eldri nemendum verklega í 1 stund á viku bæði misserin, við ókeypis lækning háskólans, að greina augnsjúkdóma og meðferð þeirra. c) Ljet elstu nemendur skrifa sjúkdómstýsingar yfir þá sjúklinga i St. Jósephsspítala, sem þangað komu með augnsjúkdóma. Ennfremur nokkrar æfingar í sjúkravitjun á sjaldsjeðum augnsjúkdómum, og einu sinni heimaritgerð úr augnsjúkdómum, á misseraskiftum. Aukakennari Gunnlaugur Claessen, forstöðumaður Röntgenstofnunarinnar: Fór með viðtali og yfirheyrslu með yngri nemendum í 3 stundum á viku siðara misserið yfir lífeðlisfræði. Farið

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.