Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Síða 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Síða 18
16 yfir kaflana um öndun, melting, þvagfæri og taugakerfi í Halliburton’s Handbook of Physiology. Aukakennari Ólafur Porsteinsson, háls-, nef- og eyrnalæknir: Háls-, nef og eijrnasjúkdómar. a) Kendi eldri nemendum háls-, nef- og eyrnasjúk- dóma* með fyrirlestrum, viðtali og yfirheyrslu í 1 stund á viku hæði misserin. Kayser: Kehlkopf, Nasen- und Ohren- krankheiten og II. Mygind: De overste Luftvejes S}rgdomme voru notaðar við kensluna. h) Kendi eldri nemendum við ókeypis lækning háskól- ans aðgreining og meðferð nefndra sjúkdóma, 1 stund á viku bæði misserin. Aukakennari Ásgeir Torfason efnafræðingur: a) Fór með viðtali og yfirheyrslu með yngslu nem- endum í 6 stundum á viku fyrra misserið yfir ólífrœna og lífrœna efnafrœði. Við kensluna voru notaðar: Uorganisk Kemi og Organisk Ivemi, háðar eftir Odin Christensen. Á síð- ara misserinu fór hann í 2 stundum á viku aftur yfir sömu hækur. h) Hafði fyrra missirið 3x3 stundir og siðara misserið 2x3 stundir á viku æfingar í ólífrœnni efnarannsókn. Nem- endur voru æfðir í að þekkja helstu sýrur og hasa og greina efni þessi sundur i margvíslegum efnahlöndum. Auk þess voru og æfingar í lífrœnni efnarannsókn, 3 stundir einu sinni á viku síðara misserið. Aukakennari Vilhelm Bernliöft tannlæknir: Hafði verklegar æfingar í tannaútdrœtti og fyllingu tanna, við ókeypis lækning háskólans, 1 stund á viku hæði miss- erin. Landlæknir Guðmundur Björnson: Hjelt fyrirlestra um lieilbrigðislöggjöf íslands í. 1 stund á viku bæði misserin.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.