Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Side 20
18
2. Hjelt fyrirlestra fyrir almenning um rannsókn dularfullra
fyrirbrigða. Efni: Inngangur og yfirlit yfir skiftingu efnis-
ins: I. Um drauma (þar á meðal draumar Herm. Jón-
assonar og vottfestar sagnir af »Drauma-Jóa«); II. Um
hughrif í vöku og svefni, einkum dáleiðslu; III. Um
skifling sjálfsverunnar í dáleiðslu og móðursýki. 1 stund
á viku.
3. Byrjað var með nokkrum stúdentum að ræða um undir-
slöðuatriði siðjrœðinnar, en hælt, þegar frá leið, sökum
þess, að bók sú, er leggja útti til grundvallar, The Ele-
ments of Ethics, by J. H., Muirhead, L. L. D., kom ekki
sakir ófriðarins fyr en seint og síðar meir; en þá urðu
ílestir að hætta sakir byrjandi próflesturs.
Síðara misserið:
1. Fór með yfirheyrslu yfir Almenna rökfrœði eftir kennar-
ann og tvívegis yfir Ágrip af almennri sálarfrœði eftir
saraa. 4 stundir á viku.
2. Hjelt áfram fyrirlestrum sínum um rannsókn dularfullra
fyrirhrigða, sjerstaklega um hin svonefndu nandatrúar-
fyrirbrigðk og var þetta efni fyrirlestranna: I. Skifting
efnisins; II. Borðdansinn; III. Ósjálfráð skrift; IV. Tal-
miðlar og ritmiðlar (Mrs. Piper); V. Firðmök (cross-
correspondance); VI. Endurholdganir (Helene Smitli);
VII. Holdgunarfyrirbrigði (Eva C.); VIII. Niðurlagsorð
og nýjar rannsóknarleiðir. 1 stund á viku lil aprílloka.
Dócent Jón Jónsson:
Fyrra misserið:
1. Iljelt áfram fyrirlestrum um sögu íslands (siðaskiftin og
síðari hluta 1G. aldar). Tvær stundir á viku.
2. Hjelt áfram fyrirlestrum um sögu- og fornfrœðaiðkanir
íslendinga eflir siðaskiftin (sjerstaklega á fyrri liluta 18.
aldar). 1 stund á viku.