Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Síða 39

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Síða 39
IT. Lestrar- o<»’ ken^luáætlun íyrir guöíræöisdeild Háskóla Islands. Hver sá stúdent, sem ætlar sjer að nema guðfræði, ætti fyrst og fremst að skoða hug sinn vel um pað, hvort hann finni hjá sjer innri hvöt til þess og hvort hann sje þeim hæfileikum gæddur, er nauð- synlegir eru til þess að geta gegnt prests- og prjedikunarstarfi svo, að blessun megi af hljótast. Flestir verða að ganga út i preststöð- una að náminu loknu; eiga sjaldnast kost á öðru sjer til viður- lifis. En í preststöðunni er miklu nánara sarnband nrilli lífsskoð- unarinnar og starfsins en i flestum öðrum atvinnugreinum. Eng- inn ætti því að leggja út í það að búa sig undir preststöðuna, sem ekki hefur trúhneigðan hug. En djúp þrá eftir að hugsa um hin há- leitustu efni og ráðgátur tilverunnar er hins vegar vísast besta skil- yrðið að ganga að náminu með, enda ekkert nám til, sem er líklegra til þess að veita slíkri þrá einhverja svölun. Námsgreinar þær, sem reglugerð Háskólans til tekur, eru mið- aðar við lágmark þess þekkingarforða, sem talið er nauðsynlegt að hver sá maður hafi yfir að ráða, er ætlar sjer að verða prestur eða fræðari manna i trúarefnum innan hinnar íslensku kirkju. En með því er aðeins lagður sá grundvöllur, er honum síðan stöðugt er ætlað að byggja ofan á. En námið á að gera annað meira en að afla slíks þekkingarforða. Fað á líka — og það engu siður — að verða til þess að efla þann þroska hjá stúdentunum, að þeir sjeu síðar færir um, tneð góðum skilningi, að túlka og útskýra rit gamla og nýja testa- mentisins, og afla þeim sjálfstæðrar þekkingar á eðli kristindómsins, sögu hans og forsögu. En þá um leið eiga þeir að Eafa öðlast svo mikla dómgreind, að þeir sjeu færir að taka afstöðu til guðfræðilegra ágreiningsatriða og vandamála, sem stöðuglega koma upp, þar sem eitthvert trúarlíf hreyfir sjer meðal mannanna. —

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.