Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Qupperneq 43

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Qupperneq 43
41 á ástandi Gyðingaþjóðarinnar, eins og það var á dögum Ivrists. Alt varpar það Ijósi yfir n. tm. og kenning hans. Því að eigi má það gleymast, að alt, sem liann sagði, er talað út frá ástandinu eins og það var þá. Ilvert orð hans var miðað við hugsanir og líf samlíðar- manna hans. Samlöndum sínum og samtíðarmönnum ílutti hann boð- skap sinn, en talaði aldrei út í bláinn til ófæddra kynslóða. — Um leið og guðfræðisnemandinn gerir sjer af aleíli far um að kynnast sem allra best kenning Jesú sjálfs, þá bcr lionum að gæta þess, að greina rjettilega milli fagnaðarerindis hans sjálfs og fagnaðarerindis postula hans. Peir fiylja að visu sama fagnaðarerindið og hann sjálf- ur; en inn í það eru hjá þeim fljettaðar með ýmsum hætti skoðanir þeirra á honum, boðskapur þeirra um hann, sem þó heyrði ekki upp- haílega til boðskap hans. Auðvitað verður aldrei hjá því komist i kristninni, að flytja einnig boðskap um hann. Hjá því kemst engitin kristinn prjedikari. En þó má ekki gleyma því, að sá boðskapur á að sltipa annað sæti, en boðskapur Jesú sjálfs fyrsta sæti. Það er ýmsum ný-guðfræðingum að þakka (ekki síst prófessor Adolf Ilarnack), að vjer höfum lært að gera þennan mun. En fyrir bragðið höfum vjer og fæist nær hinum upphaílega kristindómi, því að boðskapur Jesú sjálfs hlýtur að vera liinn ciginlegi kristindómur. III. Samstæðileg guðíræði. Hin samstæðilega guðfræði á að veila oss scm beslan skilning á trúarinnihaldi kristindómsins í heild sinni. Hún gerir i vísindalegu kerfi grein fyrir þeim trúarhugmyndum, sem í sameiningu mynda trúarskoðun kristindómsins eða kenningu. Pví að þótt kristindóm- urinn sje engan veginn aðeins sjerstök skoðun eða kenning, heldur fj'rst og fremst sjerstök tegund raunhæfrar guðrækni eða afstöðu mannsins við guð, þá hefur þó frá ujiphafi kristninnar verið til kristi- leg kenning, þar sem hin krislna skoðun fjekk þá mótun, sem henni var ómissandi, svo að kristna trúin gæti viðhaldist og varðveilst frá einni kynslóð til annarar. Af þessu leiðir, að hin kristilega kenning fær eigi án verið visindalegrar framsetningar, gagnstætt því, er á sjer stað, þar sem ræða er um flutning kenningarinnar í kristilegri prje- dikun og við kristilega unglingafræðslu; því að kristinn einstaklingur getur verið guðrækinn maður og látið guðrækni sína á sjást i verk- inu, þó liann eigi ekki liina kristilegu skoðun sína visindalega mótaða og rökstudda. En kristindómurinn í heild sinni gæti ekki átt sjer neina framtið, ef ekki væri auðið að móta vísindalega þá lífsskoðun, sem frá honum er runnin, og rökstyðja liana vísindalega gagnvart öðrum lífsskoðunum, sem ekki eru runnar af kristilegri rót. Einkan- lega gerist þessa þó þörf vegna liinnar embættislegu starfsemi kirkj- C

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.