Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Síða 46

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Síða 46
44 sem bcst að sjcr í sálarfræði. Það skal því brýnt fyrir guðfræðisnem- cndunum, að færa sjer sem best í nyt kenslu þá í sálarfræði, lieim- spekissögu og rökfræði, sem þeim er ætlað að nema fyrsta árið, sem þeir stunda nám í háskólanum. Auk þeirra höfuðfræðigreina liinnar samstæðilcgu guðfræði, trú- fræðinnar og siðfræðinnar, nefnir reglugerð háskóla vors tvær minni fræðigreinar, trúvarnarfrœði og jálningarfrœði, að þvi viðbætlu, að þær skuli »því að eins kendar, að ekki sje tekið það tillit til þeirra í trúfræðis-kenslunni, er geri óþarfa kenslu i þeim sjer á parti«. Petta licfur þá og verið gert hingað til meira og minna, og því ekki verið farið yfir þær sjer á parti. Hvað snertir trúvarnarfræðina, þá er venjan sú, að í inngangi trúfræðinnar sje gerð grein fyrir öllum meg- inatriðum hennar. Og eins og nemendurnir kynnast höfuðjátningum kirkjunnar af kirkjusögunni, svo rennur höfuðefni játningarfræðinnar á ýmsa vegu inn í trúfræðina að því leyti, sem liún verður ávalt að taka meira og minna tillit til þeirra mótana kenningarinnar, sem sjer- kennilegar eru höfuðdeildum kirkjunnar. Og þólt afstaða kirkjunnar til jálningarritanna sje allmjög á annan veg nú á tímum en áður var, og játningaböndin cngan veginn eins fast reirð og fyr á limum, getur það ekki vansalaust talist af embættismönnum kirkjunnar, að vera ókunnugir játningarritum kirkju sinnar, sem því miður munu vera alt of mikil brögð að. Fyrir því skal brýnl fyrir nemendunum, að kynna sjer sem best játningarritin og þá einkum höfuðjátningu liinnar lút- ersku kirkju, Agsborgarjátninguna, sögu hennar, efni og alla afstöðu gagnvart liinni katólsku kirkju. IV. Hirkjusaga. Pessi grein guðfræðinnar sýnir oss þróunarferil kristnu trúar- innar frá dögum frumkristindómsins og fagnaðarerindis Jesú, sem hann á rót sina að rekja til, alt til vorra daga. Pað liggur í augum uppi, hve mikilvæg og ómissandi slík fræðigrein cr fyrir livern þann, sem liefur valið sjer það æfihlutverk að llytja krislnum söfnuðum fagnaðarerindi Krists. Að þekkja kristnu trúna í þeirri mynd og mótun, sem vorir tímar liafa hlotið hana að erfðum frá liðnum tim- um, verður aldrei annað en ónóg þekking. Þess gerist og mikillega þörf að vita, hvort eða að live miklu leyti vor kristilegi kenningar- arfur, eins og vjer liöfum tileinkað oss liann, er í samhljóðan við upphaílcga frummynd kristindómsins, hvcrnig kristna trúin hefur fengið á sig það kenningarsnið, sem hún nú birtist í, og hvaða áhrif að utan ciga mestan þátt í þróun hennar fram eftir öldum. Úr þcssari þörf er kirkjusögunni ællað að bæta.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.