Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 49
47
V. Tteiiiiiiiia.niileg' guðfræði.
Kenslan í þeirri grein er bæði bókleg og verkleg, og á að búa
stúdentana undir það sjerstaklega, að prjedika og uppfræða börn.
Veitt er tilsögn í höfuðatriðum prjedikunarfræðinnar, sál-
gæslufræðinnar og helgisiðafræðinnar og hafðar æf-
ingar í ræðugerð, ásamt ræðuílutningi. Sömuleiðis er veitt
tilsögn í t r ú k e n s 1 u fræ ð i og hafðar æfingar í barnaspurningum,
vanalegast í einhverjum bekk barnaskólans.
Ilver sá stúdent, sem ætlar sjer að verða kennimaður, verður að
gera sjer far um að æfa sig í þeirri list, að flytja vel ræðu sína. Því
að áhrif hverrar ræðu eru mjög undir pví komin, hvernig hún cr
ílutt. Fyrsta skilj7rðið er að vera vel læs. Mikið parf fyrir pví að
hafa, að temja röddina vel. Best er að venja sig snemma á að lesa
upphátt fyrir öðrum, sjerstaklega það, er liverjum einum pykir fallegt
og samrýmist vel anda hans. Er áríðandi að ná af sjer fcimni og
auka polmagn raddfæranna, svo að prjedikarinn fái talað nógu hátt.
Pví má ekki gleyma, að söfnuðurinn allur þarf að geta heyrt til presls-
ins. í pessu efni er feiknamikið undir æfingunni komið. Stúdentar
byrja pví aldrei of snemma að æfa sig í pví að fiytja erindi.
Námsgreinirnar gripa að vísu hver inn í aðra, en taka pó eðli-
lega við hver af annari. Ef unt væri að taka pær fyrir i rjettri röð,
ætti hún að vera þessi: fyrst gamlatestamentis-fræðin, því næst nýja-
testamentis-fræðin, pá kirkjusagan. Bá höfum vjer lokið að rekja
sögu vorra trúarbragða frá upphafi og fram á vora daga. Fær prjár
námsgreinar guðfræðinnar eru sögulegar fræðigreinar. Pessu næst
kemur samstæðilega guðfræðin (trúfræðin og siðfræðin). Hún dregur
upp fyrir oss myndina af því, hverju vjer eigum að trúa og hvernig
vjer eigum að breyta út frá peirri sögulegu pekking, sem vjer höfum
fengið á kristindóminum. Sú fræðigreinin á og best að hjálpa oss tit
að tileinka oss innihald kristnu trúarinnar og til þess að koma öllu
saman í eina heildar-lífskoðun.
Loks kemur kennimannlega guðfræðin, sem veitir lciðbeiningar
í sjálfu hinu prestlega starfi.
í reglugerð háskólans er svo fyrir mælt, að »nota skuli prent-
aðar bækur við kensluna svo sem til vinst«. Pessa er að sjálfsögðu
gætt, og eru aðallega notaðar pýskar og enskar kenslubækur. Pessi
mál bæði verða pví stúdentar guðfræðisdeildarinnar að kunna vel.
Stunduin eru og notaðar kenslubækur á einhverju Norðurlandamáli.