Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Page 53
51
inn cr farið, sem vart mun vcrða oftar cn eitt misseri á þeim náms-
tíma, sem hverjum guðfræðisstúdent er ætlað að dveljast við há-
skólann.
Enn fremur eiga stúdentarnir kost á kenslu i tóni og sálmasöng.
Er til þess varið einni stund á viku hverri, og vcitir organisti dóm-
kirkjunnar þá kenslu í háskólanum. Að sjálfsögðu er mikilvægt fyrir
prestaefni að færa sjer einnig þá kenslu sem best í nyt.
Embættispróí í guðíræði.
Pað fer fram i siðasta mánuði hvers kcnslumisseris cftir nánari
augljrsing deildarforseta. Hver sá, er undir próf þetta vill ganga,
sendir skriflega tilkynningu um það til forseta deildarinnar eigi siðar
en sex vikum fyrir misserislok. Tilkynningunni skal fylgja skírteini
um próf i heimspekilegum forspjallsvísindum, ásamt kvittun frá rit-
ara háskólans um greiðslu á prófgjaldi.
Prófað er í eftirfarandi námsgreinum og með þeim hælti, er
hjer segir:
I. I gamlaleslamcntis-frœðum: Við hið skriflega prófið
er kandídötunum fenginn til útskýringar hæfilega Iangur kafli úr ein-
hverju því rili eða köflum úr ritum, sem skýrð hafa verið fyrir stúd-
entunum, eða þeir eru látnir semja ritgerð um eitthvert ákveðið atriði
úr trúarsögu ísraels. Við liið munnlega prófið skulu kandídat-
arnir a) spurðir út úr hæíilega löngum kafla úr þeim ritum garnla-
teslamentisins, sem hafa verið lesin, eða reyndir i trúarsögu ísraels,
— þó þannig, að þeir sjeu ekki reyndir ncma í þeirri námsgreininni,
sem verkefnið við skriflega prófið var ekki tekið úr, og i>) reyndir í
hókmentasögu gamlatestamentisins.
II. í nýjateslamenlis-frœðum: Við hið skriflega prófið
cr kandidötunum fenginn til útskýringar liæfilega langur kafli úr ein-
hverju þeirra rita nýjatestamentisins, sem vandlega hafa verið lesin,
eða þeir látnir gera ritgerð um eitthvert tillekið efni úr guðfræði
nýjatestamentisins. Jafnan skal þess þó gætt, að ekki sje við skrif-
lega prófið sama sinnið valið verkefni úr guðfræði nýja testamcntis-
ins og trúarsögu ísracls. — Við hið munnlega prófið skulu
kandídatarnir “) spurðir út úr hæfilega löngum kafla úr þeim ritum
nýjatestamcntisins, sem vandlega hafa verið lesin, eða úr guðfræði
nýjateslamentisins, — þó þannig, að þeir sjeu ekki reyndir nema í
þeirri námsgreininni, sem verkefnið við skriflega prófið var ekki tekið
úr, b) látnir gera grein fyrir einhverju atriði úr bókmentasögu nýja-
testamentisins og *) út frá ákvcðnum kaíla látnir skýra frá aðalefni