Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Side 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Side 18
16 slíkt embætli, telur það dr. Guðm. Finnbogason ágæt- lega lil þess fallinn að lakast það á hendur«. Ályktun um húsaleigustyrk, Háskólaráðið ályktaði á fundi sinum 13. janúar að gera það að reglu framvegis, að þeir stúdentar, er próf taka í lok fyrra misseris, fái ekki nema hálfan húsaleigustyrk. Kensluskyldu Ijett af. Um mánaðamótin apríl og maí 1917 varð háskólinn eldsneytislaus. Með þvi að ekki var þá liægt að fá kokes, sem álitið var það eina eldsneyti, sem hægt væri að nota i hitavjelinni, fjekk háskólaráðið kensluskyldu Ijett af háskólanum þann mánuð, sem eftir var fram að prófum, og hverri deild og kennurum lagt i sjálfs- vald, hvernig kenslu yrði haldið uppi. Siðar sendi háskólaráðið stjórnarráðinu þá málaleitun, að reynt yrði að tryggja háskólanum kokes í tæka tíð til upphilunar næsta vetur, svo að kensla gæti farið reglulega fram. A þessu varð þó misbreslur. Iíokes reyndist ófáanlegt og við sjálft lá, að háskólinn yrði að fá setta ofna í kenslu- stofur og takmarka kenslu að mun. En í lok háskóla- ársins (sept. 1917) voru gerðar tilraunir til að hrenna kol- um í hitavjelinni, og fundin aðferð, sem virtist gefa góðar vonir. Skipulagsskrár. Eftir tillögum frá guðfræðisdeild samþykti háskólaráðið 24. marz 1917 skipulagsskrá fyrir Prestaskólasjóðinn (sjá fskj. 1). Um leið var samþykt að prenta í árhókinni gjafabrjef Halldórs heif. Andrjessonar að sjóði þeim, er guðfræðisdeild- in ræður yfir og her nafn hans (sjá fskj. II). Samþykt var að úthlutun st)Trks úr þessum sjóði færi fram um leið og styrkveitingar úr Prestaskólasjóðnum.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.