Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 19

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 19
17 Kosning rektors og deildarforseta 1917—1918. A almennum kennarafundi háskólans, sem samkvæmt venju var haldinn 17. júní, var gengið til rektorskosningar fyrir háskólaárið 1. okt. 1917 til 30. sept. 1918. Hlaut prófessor, dr. phil. Ágúsi II. Bjarnason kosningu. Skömmu siðar kusu deildirnar sjer forseta og voru þessir kosnir: Prófessor Sigurður P. Síverlsen í guðfræðisdeild, prófessor Lárns II. Bjarnason i lagadeild, prófessor Guðnuindnr Magnússon í læknadeild og prófessor, dr. phil. Björn M. Ólsen í heimspekisdeild. III. Kennarar háskólans og starfsmenn. Fastir kennarar voru: í guðfræðisdeild: Prófessor Jón Helgason, prófessor Haraldur Níelsson og dócent Sigurður P. Sívertsen. Sú breyting varð þó á kennaraskipuninni, að prófessor Jón Helgason ljet af kenslu, er hann var settur biskup (18. desember 1916); var þá dócent Sigurður P. Sívertsen settur prófessor í hans stað (20. s. m.) og sama dag var Trgggvi Pórliallsson, sóknarprestur að Hestþingum í Borgarfjarðar- sýslu, settur dócent. Síðar, 23. maí, var Sigurður P. Síverlsen skipaður af konungi prófessor í guðfræði, en 25. september skipaði stjórnarráðið Magnús Jónsson, sóknarprest á ísafirði, dócent, að loknu samkepnisprófi og eftir tillögum dómnefndar (sjá bls. 19). 3

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.