Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 38
36
lendinga, þar sem hann hælti fyrra misserið, í elnni stund
á viku, rakti nákvæmlega Þorsteins sögu stangarhöggs,
Gunnars sögu Þiðrandabana, Hrafnkelssögu Freysgoða,
Droplaugarsona sögu, Brandkrossa þátt, Þorsteins sögu
Siðu-Hallssonar, Draum Þorsteins Síðu-Hallssonar og
þátt af Þorsteini Siðu-Hallssyni; enn fremur þætti þá, er
gerast á Austurlandi (t. d. Þorsteins þátt uxafóts og
Þiðranda þáll). Þá tók hann fyrir sögur þær, er ger-
ast á Suðurlandi, og gerði grein fyrir skoðunum sínum
á Njáls sögu.
Jafnframt hjelt kennarinn áíram að rifja upp eldri
fyrirlestra sína i einni stund á viku, las fyrst um Eddu-
kvæðin og lauk við þau, siðan um tímabil Þorsteins
surts, lögfræði á elstu tímum og rúnaþekking Islendinga.
2. Fór yfir Eddukvæðið Hávamál í 2 stundum á viku.
3. Gaf leiðbeiningar í ýmsum efnum lil undirbúnings undir
meistarapróf. Ein stund á viku.
Prófessor, dr. phil. Ágúst H. Bjarnason:
Fyrra misserið:
1. Fór í forspjallsvísindum yfir sálarfræði og rökfræði (eftir
kennarann) með yngstu stúdentunum, fjórar stundir á
viku.
2. Hjelt fyrirlestra fyrir almenning um Róm í heiðnum sið
(þjóðhagi, trúbrögð, bókmentir og heimspeki Rómverja
fram að Marcus Aurelius), eina slund á viku.
3. Fór yfir höfuðatriði siðfrœðinnar með nokkrum stúdent-
um heima hjá sjer, eina stund á viku.
Síðara misserið:
1. Fór i forspjallsvísindam yfir alla sálarfræðina og tvisvar
yfir rökfræðina. Fjórar stundir á viku. Las til mailoka.
2. Hjelt fyrirlestra fyrir almenning um Róm í heiðnum og
i kristnnm sið (Marcus Aurelius og um uppbaf og út-
breiðslu kristninnar i Rómaveldi). Ein slund á viku til
aprílloka,