Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Síða 9
9
Ég gat þess áðan, að háskólinn hefði fyrst verið setlur hér
í þessum sal. Samtímis fékk hann til umráða nokkrar stofur
hér á neðri hæð alþingishússins, til hráðahirgða. Og liér liefir
liann verið og er enn, þótt húsnæðið sé af svo skornum
skammti, að varla sé við unandi. En nú er að hirta framundan
hvað húsnæðismál háskólans snertir. Happdrætti háskólans,
sem nú er á 3. starfsári, sýnist ætla að verða drjúg tekjulind,
sem vel ber að þakka þeim mönnum, sem mest og hezt hafa
fvrir því barizt, hæði utan og innan háskólans. Nú er svo
komið, að töluvert fé er fyrir liendi, þrátt fyrir það þótt Rann-
sóknarstofnunin í þágu atvinnuveganna verði líka reisl fvrir
fé happdrættisins. Bvggingarnefnd háskólans hefir þegar unn-
ið mikið starf til undirhúnings og húsameistari ríkisins er langt
kominn að teikna hina nýju háskólabyggingu. Hægt hefði
verið að byrja á liáskólabyggingunni þegar á þessu sumri, ef
gjaldeyrisvandræði hefðu ekki hamlað, og nú líða aldrei nema
fáein ár þangað til við sjáum hinn nýja háskóla rísa sunnan
við Stúdentagarðinn og Rannsóknarstofnunina í hinu nýja há-
skólahverfi, sem Revkjavíkurbær hefir, af mikilli rausn, gefið
lóð undir.
Það er enginn efi á því, að með hinni nýju háskólabyggingu
færist nýtt líf og fjör í Háskóla íslands. Skilvrði til kennslu
verða þar miklu betri en liáskólinn hefir hingað lil átt við að
búa og skilyrði til vísindaiðkana verða þar öll önnur, þar sem
kostur verður á vinnustofum fyrir kennara og slúdenta og
bókasöfn til afnola. Að vísu á háskólinn þegar töluverðan bóka-
kost, cn hann er nær því sem hulinn fjársjóður vegna rúm-
leysis.
Aðsókn stúdenta að háskólanum hefir stöðugt verið að auk-
ast þessi 25 ár, sem hann hefir starfað. Það er skiljanlegt að
svo hefir verið, þar sem þjóðin vex hröðum skrefum. En það
er ekki eingöngu þessvegna. Áður var það svo, að margir leit-
«ðu til erlendra háskóla til þess að leggja stund á þau fræði,
sem þó var hægt að nema hér heima, en nú kemur slikt varla
fyrir. Kjör stúdenta hafa verið hér mjög góð, samanborin við
það sem víða er annarsstaðar, þar sem þeir oft og tíðum verða