Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 14

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 14
14 Happdrætti Háskóla íslands. Á 2. starfsári happdrættisins (1935) jókst sala happdrættismiða og ágóði af happdrættinu að miklum mun, og vísast til skýrslu um happdrættið, sem prenluð er á Jils. (54—(58. Embættisveiting. Prófessorsemliætti það í lögum, sem laust varð við hurlför dr. Þórðar Evjólfssonar liæstaréltardómara frá háskólanum, var auglýsl laust til umsóknar 26. júní 1936, og skyldi veita embættið frá 1. ágúst. Umsækjendur um em- bættið urðu 3: Gunnar Tlioroddsen cand. jur., ísleifur Árnason fulltrúi og dr. jur. Jón Dúason cand. polit., og sendi dómsmála- ráðunevtið lagadeildinni umsóknirnar til umsagnar með Jircfi 31. júlí 1936. Meiri hluti deildarinnar samþykkti að láta fara fram samkeppnispróf milli umsækjandanna Gunnars Tlior- oddscns og Islcil's Árnasonar. En ráðunevtið taldi ekki unnt að láta samkeppnispróf fara fram vegna þess, að annar umsækj- andinn, Isléifur Árnason, hefði færzt undan að taka þátt i því og greint ástæður, sem ráðunevtið mat gildar, og veitti ráðu- neytið íslcifi Árnasyni emJjætlið eftir tillögu minna hluta deild- arinnar, án þess að gefa meira lilutanum kost á að gera aðrar tillögur, eftir að það hafði ákveðið, að samkepjinispróf skyldi ekki fara fram. Kennarar háskólans töldu, að með þessari veit- ingaraðferð væri brotið gegn 9. grein reglugerðar fvrir Háskóla Islands nr. 8, 9. okt. 1912, og rituðu mótmælabréf, sem einnig var prentað með titlinum: „Skýrsla háskólakennara um veit- ingu jirófessorsembættis i lagadeild“. Allir prófessorar háskól- ans rituðu undir mótmælin. Erlendir háskólar. Háskólinn i Utrecht liélt háliðlegt 300 ára afmælti sitt og háskólinn í Heidelberg 550 ára afmæli sitt í júní 1936. Var próf. Niels Dungal fulltrúi háskólans við hæði þessi tækifæri og flutti ávarp frá háskólanum. I seplember 1936 liélt Harvard-háskóli i Cambridge i Bandaríkjunum há- tiðlegt 300 ára afmæli sitt, og kom próf. Halldór Hermanns- son í Ithaca fram fyrir hönd háskólans og flutti ávarp.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.