Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 17

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 17
17 Gjöf Benedikts S. Þórarinssonar. Með bréfi dags. 10. jfilí 1935, er lagt var fram á fundi háskólaráðs 29. nóv. 1935, gefur Benedikt S. Þórarinsson Háskóla íslands hókasafn sitt frá dagsetningu bréfsins. Gjafahréfið er prentað á bls. 80—81. Aldarafmæli Matthíasar Joehumssonar. Háskólaráðið kaus próf. Arna Pálsson til þess að taka sæti af hálfu háskólans í nefnd þeirri, sem annaðist undirbúning liátíðahalds i Reykja- vík í tilefni af aldarafmæli Matthíasar Jochumssonar. For- stöðunefnd hátíðahaldanna á Akureyri hauð liáskólanum að senda þangað fulltrúa, og kaus liáskólaráðið' próf. dr. Sigurð Nordal til þeirrar farar. Námsleyfi. Þessir stúdentar fengu levfi til skrásetningar: Walter ,T. Arneson og frú Louisa Þórðarson (5. okt.), Karel Vorovka (4. marz) og dr. Helmut Verleger (2. maí). Takmörkun á nemendafjölda við háskólann. í tilefni af hréfi frá fjárveitinganefnd alþingis, dags. 11. nóv. 1935, gerði háskólaráð svofellda ályktun: Háskólaráðið lítur svo á, að fenginni umsögn deildanna, að æskilegt væri, að bætt yrði við 17. gr. liáskólalaganna ákvæði, sem heimilaði, að sett yrðu í reglugerð háskólans fyrirmæli um takmörkun á aðgöngu stúdenta að einstökum deildum háskólans. Framkvæmd takmarkananna, val stúdentanna og ákvörðun á tölu þeirra vrði að sjálfsögðu að vera í höndum hlutaðeigandi deilda. Stúdentagarður. Samkvæmt hlutkesti gekk próf. Ásmundur Guðmundsson úr stjórn garðsins, og var hann endurkosinn i stjórnina á fundi 24. okt. 1935. Stjórnin samdi nýja reglugerð fvrir garðinn, þar eð hráðahirgðareglugerðin gekk úr gildi, °g samþykkti háskólaráðið fyrir silt leyti breytingar þær, sem gerðar voru.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.