Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 50

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 50
50 og' hann var. Hann gaf sig aldrei að ritstörfum, en ég tel þa'ö víst, að liann hefði orðið ágætur rithöfundur um lögfræði- leg' efni, svo létt var lionum að orða forsendur dóma, jafn- vel i flóknum málum, liaglega, svo að þar væri sagt allt, sem segja þurfti, og ekkert sagt, sem óþarft var að segja. Hann myndi einnig vafalaust hafa orðið mikill áhrifamaður, ef liann hefði heitt sér í þjóðmálum. En hann hélt sér jafnan lítt fram, í rauninni miklu minna en liæfileikar hans stóðu til. Honum var það fyrir mestu, að stunda embættisstörf þau, er honum höfðu verið falin, með alúð og trúmennsku. Eggert Briem var kvæntur frænku sinni Guðrúnu Jóns- dóttur prófasts Þórðarsonar á Auðkúlu. Voru þau hjónin systrabörn. Lifir hún mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra, Sigríði, kennslukonu við Kvennaskólann í Reykja- vík, og Gunnlaugi, cand. juris, fulltrúa í atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytinu. b ö J Ó. L. XI. SÖFN HÁSKÓLANS Til bókakaupa voru deildum háskólans veittar 8500 kr. á þessu ári (1935). Háskólanum bárust bókagjafir víðsvegar að, eins og að undanförnu. Auk þess fékk hann tvær stórgjafir í hókum: gjöf (//'. Benedikls S. Þórarinssonar, shr. hls. 17 liér að fram- an, og dánargjöf próf. Arwid Johannson’s. Próf. Johannson var fæddur í Tartu (Dorpat) í Eistlandi 15. marz 1802 af sænsk-finnskum ættum. Hann stundaði ger- mönsk fræði við háskólann í Tartu og tók þar kandídatspróf. 1889—94 var hann lektor í þýzku við Uppsalaháskóla, en 1895 var hann skipaður prófessor í þýzkri málfræði og bókmennt- um við háskólann í Manchester, og þvi starfi gegndi liann á 4. tug ára. Hann andaðist 0. des. 1935. Próf. Johannson var hálærður maður, en umsvifamikil kennslustörf gáfu honum lítið tóm til ritstarfa. Af ritum lians má ncfna: Tyska stilövingar (Uppsala 1898) og Phonetics of

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.