Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 69
Agóði af hátiðahöldunum varð um hálft annað þúsund krónur.
Stúdentaráðið gaf á árinu út Handbók stúdenta i fyrsta sinni.
Hún hefir að geyma upplýsingar um fjölda háskólamenntaðra manna
i ýmsum greinum. um námsskilyrði og náinskostnað hér heima og
erlendis, um styrki og hlunnindi, er stúdentar njóta, og allmargt
fleira.
Benedikt Tómasson stud. med. og Lúðvík Ingvarson stud. jur.
unnu aðallega að útgáfu bókarinnar fyrir ráðsins hönd. Ilér með
er hætt úr hrýnni þröf, þótt aðeins sé til bráðabirgða, því að væntan-
lega verður þessari starfsemi haldið áfram. Hér er þá fenginn grund-
völlur til að byggja á að nokkru. Stúdentaráðið naut kr. 500.00
styrks til útgáfunnar frá háskólaráði og þakka ég þá hjálp hér með.
Hinn 10. desember hélt Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður, út-
varpserindi, er hann talda vera uin bindindismál eii var að ein-
róma áliti stúdentaráðs ósmekklegur og lævislegur rógur um stú-
denta. Töldu ýmsir erindinu sérstaklega beint gegn ræðu H. K. Lax-
ness, þó undir þessu yfirskini væri. Stúdentaráðið baðst þess af
útvarpsráði, að stúdentar fengju að svara þessu í útvarpið. Utvarps-
ráð sá sér þá ekki fært að leyfa í útvarpinu neitt það svar, er stú-
dentaráð gæti talið fullnægjandi. Út af þessum umræðum spannst
þó, að útvarpsráð bauð stúdentum eitt kvöld í útvarpinu til að ræða
viðhorf sín til þjóðfélagsmála fyrir hlustendum. Fóru þær umræð-
ur siðar fram í útvarpinu.
Stúdentaráðið reyndi á árinu að fá þvi til leiðar komið, að stú-
dentastyrkjum yrði skipt eftir efnum og ástæðum meira en verið
hefir, en varð lilið ágengt.
Á fjárlagafrumvarpi Alþingis fyrir árið 1936 var gert ráð fyrir
stórkostlegri lækkun á fé veittu til stúdentastyrkja. Stúdentaráð beitti
áhrifum sinum m. a. með þvi að halda almennan stúdentafund, til að
andmæla þessu. Bar það þann árangur, að fjárveitingin var siðar
hækkuð upp að sama marki og undanfarin ár.
í stjórn Stúdentagarðsins kaus stúdentaráðið Lúðvik Ingvarsson
stud. jur. i stað Hinriks Jónssonar, er lauk kandídatsprófi á árinu og
Benedikt Tómasson stud. med. i stað Eggerts Steinþórssonar stud.
med., en kjörtímabii hans var útrunnið.
Úr stúdentaskiptasjóði voru Sveini Bergssyni stud. mag. veitl-
ur kr. 500.00 styrkur til skipta við þýzkan stúdent. Stúdentaráðið
veitti ennfremur kr. 100.00 viðbótarveitingu til stólakaupa á Garði,
kr. 50.00 til Taflfél. háskólans, kr. 25.00 til Félags læknanema, kr.
75.00 sem styrk til Sölva Blöndals stud. oecon., Stokkhólmi, til að
sækja fyrir íslands hönd ársþing alþjóðlega stúdentasambandsins
I. S. S. (Weltstudentenwerk).