Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 75

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 75
75 Deildarforseta skal kjósa til eins árs í senn. Þó má endurkjósa deildarforseta, en rétt hefir hann til að neita endurkjöri þangað til ár er iiðið frá þvi er hann gegndi síðast deildarforsetastörfum. Allir deildarkennarar eiga atkvæði um kjör deildarforseta, en pró- fessorar einir eru kjörgengir. 8. gr. Hver háskóladeild heldur fundi eftir þörfum. Deildarforseti hoðar fundi, og eiga þar sæti allir kennarar deildarinnar. Heimilt er rektor að taka þátt í meðferð mála í öllum deildum, eftir því sem honum lízt sjálfum, en atkvæðisrétt hefir hann þó að- eins í sinni deild. 9. gr. Hver deild semur lestrar- og kennsluáætlun fyrir sig, og skal þar gerð nákvæm grein fyrir því, livað heimtað er til embættisprófs, og skýrt frá, hvernig kennarar hagi kennslu sinni. 10. gr. Deildarforsetar skulu sjá um, að til séu í tæka tið nákvæmar skýrslur um alla fyrirlestra og æfingar, sem halda á innan liverrar deildar á kennslumissiri þvi, sem i hönd fer. En rektor athugar, áður en skýrslurnar eru þrentaðar, hvort þær séu í samræmi við kennslu- áætlanir deildanna. 11. gr. Stjórnarráðið skipar ritara við háskólann. Ritarinn liefir á hendi reikningsfærslu sjóða þeirra, er háskólinn eignast, og hefir umsjón með byggingum háskólans og innanhússmunum. Hann annast nauð- synlegar útveganir og endurbætur, tekur á móti skrásetningargjöld- um stúdenta og prófgjöldum. III. Kafli Kennsla og nemendur. 12. gr. Kennsluár háskólans skiptist í 2 kennslumissiri, haustmissiri frá 1. september til 31. janúar og vormissiri frá 1. febrúar lil 15. júní. 13. gr. Fyrirlestrar fara fram i heyranda hljóði. Yfirheyrsla og æfing- ar eru þó fyrir stúdenta eina. Alla fyrirlestra, æfingar og próf skal halda í háskólanum sjálfum, að svo miklu leyti sem þvi verður við komið.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.