Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 79
79
32. gr.
Lög þessi öðlast gildi 14. maí 1936, og ganga þá jafnframt úr gildi
lög um stofnun háskóla, nr. 35 1909.
Staðfest af konungi 23. júni 1936.
Lög
um viðauka við löff nr. 36 11. júlí 1911, um forRangsréU kandídata
frá Háskóla ísiands til embætta.
Aftan við 1. gr. laganna bætist:
Þeir, sem lokið hafa kandídats- eða meistaraprófi í íslenzkum fræð-
um við heimspekideild háskólans, skulu hafa forgangsrétt um kennslu
í íslenzkri tungu, sögu og bókmenntum við alla skóla ríkisins, þegar
kennsla í þessum greinum nemur fullu kennarastarfi eða sérstakur
kennari er tekinn lil starfsins.
Staðfest af konungi 23. júní 1936.
Breyting á reglugerð fyrir Háskóla Islands
nr. 8, 9. okt. 1912.
28. gr. orðist svo:
í lagadeildinni eru eftirfarandi greinar kenndar:
1. Almenn lögfræði og persónuréttur.
2. Sifja- og erfðaréttur.
3. Kröfu- og hlutaréttur.
4. Sjó- og félagaréttur.
5. Stjórnlagafræði.
6. Stjórnarfarsréttur.
7. Þjóðaréttur.
8. Refsiréttur.
9. Réttarfar.
10. Réttarsaga.
11. Þjóðhagsfræði.
12. Bókhald.
13. Vélritun.
14. Lögfræðileg skjalaritun og þar með æfingar í réttarfari.
Skriflegar æfingar skulu vera í þeim greinum, sem sérstakt skrif-
legt próf er í.
48. gr. orðist svo:
Embættispróf í lögfræði.