Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Blaðsíða 22
20
nýju lögum er heimilað að verja fé happdrættisins til þess m. a.
að kosta viðhald háskólans og greiða kennslutæki, er háskólinn
þarf á að halda, og að kosta fegrun og viðhald á háskólalóð,
svo og að koma upp og starfrækja rannsóknarstöðvar. Naut
háskólinn vinsamlegrar fyrirgreiðslu hæstvirts menntamálaráð-
herra og hæstvirts fjármálaráðherra um framgang þessa máls-
Tjarnarbíó.
I stjórn þess árið 1959 voru endurkjörnir Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra og prófessorarnir Ólafur Jóhannesson og
Alexander Jóhannesson, sem var formaður stjórnarinnar. End-
urskoðendur voru endurkjörnir prófessorarnir Ólafur Björns-
son og Þorkell Jóhannesson, rektor.
Endurskoðendur háskólareikninga
árið 1958 voru kosnir prófessorarnir Ólafur Jóhannesson og
Sigurbjörn Einarsson.
Sjóðir.
Stofnandi Columbiasjóðs, Steingrímur Arason kennari, og
kona hans frú Hansína Arason, arfleiddu sjóðinn að öllum eign-
um sínum. Skiptum í dánarbúi hjónanna lauk á þessu ári, og
var arfurinn afhentur háskólanum.
Gjöf til háskólans.
1. vetrardag, við setningu háskólans, var honum fært að gjöf
málverk af próf. dr. phil. Jóni Jóhannessyni frá nokkrum vin-
um hans og nemendum.
Sunnudagsfyrirlestur í liátíðasal.
Hinn 15. febrúar 1959 flutti prófessor Sigurbjörn Einarsson
fyrirlestur, er hann nefndi „Biblían, kirkjan og vísindin“.
Erlendir fyrirlestrar.
7. okt. 1958 flutti prófessor, dr. jur. Oscar A. Borum frá Kaup-
mannahafnarháskóla fyrirlestur í boði laga- og viðskiptadeild-
J