Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Blaðsíða 110
108
Nú síðast hefir Stúdentaráð Háskóla íslands sent vestur um haf
nokkrar bækur, þ. á m. málverkabækur Jóns Stefánssonar, Ásgríms
Jónssonar og Jóhannesar Kjarvals, svo og Landnámabók íslands (með
kortum) og Icelandic Lyrics, sem próf. Richard Beck sá um útgáfu á.
Þá voru í sendingunni hljómplötur með íslenzku listamönnunum Da-
víð skáldi Stefánssyni, Stefáni íslandi, Páli ísólfssyni og Gísla Magn-
ússyni; síðast en ekki sízt voru svo í sendingunni nokkrar af mál-
verkaprentunum Helgafells.
Þess má að lokum geta, að í undirbúningi er bréfaskákkeppni milli
háskólans i Minnesota og Háskóla íslands. Þessa starfsemi hafa ann-
azt þeir Gylfi Baldursson, stud. philol., og Pétur Jósefsson, stud. jur.
Æskulýðsmót í Vín.
í vor barst stúdentaráði boð um þátttöku í „7. heimsmóti æskulýðs
og stúdenta fyrir friði og vináttu“, sem fram fór í Vín um mánaða-
mót júlí/ágúst. Var málinu vísað til utanríkisnefndar, og skilaði hún
ítarlegu áliti, þar sem meiri hluti hennar lagði eindregið til að boð-
inu yrði hafnað. Þetta var gert.
Pasternak-málið.
Þegar fregnir bárust um það hingað til lands, að æskulýðssamtök
þau, sem sovézkir stúdentar teljast til, hefðu tekið undir fordæmingu
opinberra aðila í Sovétríkjunum á skáldinu Boris Pasternak, eftir að
sænska akademían hafði ákveðið að veita honum Nóbels-verðlaunin,
samþykkti stúdentaráð ályktun í málinu, þar sem m. a. var lýst
„undrun, hryggð og vanþóknun" á þeirri framkomu, sem skáldið
hefði orðið að þola. Var í niðurlagi ályktunarinnar heitið á alla
sovézka stúdenta að veita Pasternak allan þann stuðning, er þeir
mættu, í baráttu hans fyrir andlegu og líkamlegu frelsi sínu. — At-
hyglisvert svar barst stúdentaráði við bréfi sínu út af máli þessu.